Ádeilufrétt um að Alþingi hafi skilgreint öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma blekkir netverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 09:59 Skjáskot af umræddri umfjöllun Patheos. Skjáskot Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira