Kristján Andrésson með bestan árangur íslenskra þjálfara á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 14:45 Kristján Andrésson hefur skilað sænska landsliðinu í 2. til 7. sæti á fjórum stórmótum sínum með liðið. Getty/EPA-EFE/JUANJO MARTIN Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira
Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira