Saumaklúbburinn er dáinn Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 07:00 Ég sinnti tæplega níræðri konu á Landakoti nýlega. Hún var mjög ern og vel á sig komin nema sjónin sem var döpur og hafði valdið því að hún datt um ójöfnu á gangstétt og lærbrotnaði. Hún hafði verið á leiðinni heim úr búðinni en þangað gekk hún flesta daga til að halda sér gangandi eins og hún orðaði það. Hún var ekkja til margra ára, átti nokkur börn, það elsta orðið eldri borgari eins og hún sjálf. Eins og gengur var fjölskyldan hennar á kafi í vinnu, sinnti áhugamálum og passaði barnabörn og barnabarnabörn þess á milli. Þau vissu öll að hún væri duglega og heilsuhraust eftir aldri, hefði átt starfsferil sem kennari, þekkti marga og verið virk í félagslífi. Fyrrverandi samstarfsfólk hafði verið duglegt að vera í sambandi við hana eftir starfslok og hún var lengi vel tekin með í alls kyns hittinga samstarfsfólksins. Sjálf hafði hún verið á 95 ára reglunni, hætt að vinna 64 ára eða fyrir um 25 árum. Hún trúði mér fyrir því að núna væru allir gömlu samkennararnir hættir að vinna, flestir orðnir heilsulausir eða dánir og enginn treysti sér til að skipuleggja eitt eða neitt. Mér fannst hún döpur og börnin hennar höfðu leitað til mín vegna þess, fannst hún eins og draga sig meira í hlé en áður. Þegar ég spurði hana hvort hún sjálf héldi að hún væri þunglynd svaraði hún “ Góða mín, ég er sátt við mitt líf og fjöldskylduna mína en mér finnst erfitt að horfa á samtíma minn hverfa, heilsuna mína, vini og samferðafólk. Þó mér þyki vænt um börnin mín og þeirra fólk þá er framtíðin þeirra en ekki mín. Þau eru ekki mín kynslóð og kynslóðir koma og fara og nú er það mín kynslóð sem er að fara. Finnst þér undarlegt að það geri mig dapra?, og veistu bara ,verst finnst mér að saumaklúbburinn er dáinn.” Við ræddum oft saman eftir þetta og ég átti samræður við börnin hennar og tvö af barnabörnunum sem voru henni nánust um að mamma þeirra og amma væri að skoða líf sitt í sátt, þyrfti skilning og hlýju en enga geðsgreiningu. Erum við að sýna tilfinningum okkar elstu borgara næga virðingu ? Höfundur hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár – öldrunarráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Geðheilbrigði Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég sinnti tæplega níræðri konu á Landakoti nýlega. Hún var mjög ern og vel á sig komin nema sjónin sem var döpur og hafði valdið því að hún datt um ójöfnu á gangstétt og lærbrotnaði. Hún hafði verið á leiðinni heim úr búðinni en þangað gekk hún flesta daga til að halda sér gangandi eins og hún orðaði það. Hún var ekkja til margra ára, átti nokkur börn, það elsta orðið eldri borgari eins og hún sjálf. Eins og gengur var fjölskyldan hennar á kafi í vinnu, sinnti áhugamálum og passaði barnabörn og barnabarnabörn þess á milli. Þau vissu öll að hún væri duglega og heilsuhraust eftir aldri, hefði átt starfsferil sem kennari, þekkti marga og verið virk í félagslífi. Fyrrverandi samstarfsfólk hafði verið duglegt að vera í sambandi við hana eftir starfslok og hún var lengi vel tekin með í alls kyns hittinga samstarfsfólksins. Sjálf hafði hún verið á 95 ára reglunni, hætt að vinna 64 ára eða fyrir um 25 árum. Hún trúði mér fyrir því að núna væru allir gömlu samkennararnir hættir að vinna, flestir orðnir heilsulausir eða dánir og enginn treysti sér til að skipuleggja eitt eða neitt. Mér fannst hún döpur og börnin hennar höfðu leitað til mín vegna þess, fannst hún eins og draga sig meira í hlé en áður. Þegar ég spurði hana hvort hún sjálf héldi að hún væri þunglynd svaraði hún “ Góða mín, ég er sátt við mitt líf og fjöldskylduna mína en mér finnst erfitt að horfa á samtíma minn hverfa, heilsuna mína, vini og samferðafólk. Þó mér þyki vænt um börnin mín og þeirra fólk þá er framtíðin þeirra en ekki mín. Þau eru ekki mín kynslóð og kynslóðir koma og fara og nú er það mín kynslóð sem er að fara. Finnst þér undarlegt að það geri mig dapra?, og veistu bara ,verst finnst mér að saumaklúbburinn er dáinn.” Við ræddum oft saman eftir þetta og ég átti samræður við börnin hennar og tvö af barnabörnunum sem voru henni nánust um að mamma þeirra og amma væri að skoða líf sitt í sátt, þyrfti skilning og hlýju en enga geðsgreiningu. Erum við að sýna tilfinningum okkar elstu borgara næga virðingu ? Höfundur hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár – öldrunarráðgjöf.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar