Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. febrúar 2020 14:30 „Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
„Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar