„Okkar fólk hefur augljóslega fengið nóg“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 13:03 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/vilhelm Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir lýkur í dag. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að von sé á því að atkvæðagreiðslu ljúki hjá flestum aðildarfélögum í kvöld og að niðurstaðan muni liggja fyrir um hádegisbil á morgun. „Það eru einhverjir sem að fá niðurstöðurnar strax í kvöld og einhverjir sem að fá þær á morgun þannig að við gerum ráð fyrir að tilkynna um niðurstöðurnar í kringum hádegið á morgun,“ segir Sonja, sem á von á því að þær verði kynntar allar í einu. Um 18 þúsund félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum falla undir umrædda kjarasamninga. „En svo eru þetta mismunandi aðgerðir sem er verið að leggja undir félagsmennina,“ segir Sonja. Hún bindur vonir við að þátttaka í atkvæðagreiðslunni verði góð. „Við höfum heyrt það frá aðildarfélögunum að atkvæðagreiðslan hafi gengið vel. Við þurfum að fá helmings þátttöku til þess að þær séu gildar en það líka kemur skýrt fram frá aðildarfélögunum að það er mikill hugur í okkar fólki,“ segir Sonja. Miðað við niðurstöður af vinnustaðafundum og af samtölum í baklandinu að dæma telur Sonja líklegt að verkföll verði samþykkt. „Enn og aftur þá vil ég árétta að það er mjög mikilvægt að sem flestir taki þátt og greiði atkvæði,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það óskar sér enginn að fara í verkfall til þess að ná ásættanlegum kjarasamningum en okkar fólk hefur augljóslega fengið nóg eftir nærri árs bið.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir lýkur í dag. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að von sé á því að atkvæðagreiðslu ljúki hjá flestum aðildarfélögum í kvöld og að niðurstaðan muni liggja fyrir um hádegisbil á morgun. „Það eru einhverjir sem að fá niðurstöðurnar strax í kvöld og einhverjir sem að fá þær á morgun þannig að við gerum ráð fyrir að tilkynna um niðurstöðurnar í kringum hádegið á morgun,“ segir Sonja, sem á von á því að þær verði kynntar allar í einu. Um 18 þúsund félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum falla undir umrædda kjarasamninga. „En svo eru þetta mismunandi aðgerðir sem er verið að leggja undir félagsmennina,“ segir Sonja. Hún bindur vonir við að þátttaka í atkvæðagreiðslunni verði góð. „Við höfum heyrt það frá aðildarfélögunum að atkvæðagreiðslan hafi gengið vel. Við þurfum að fá helmings þátttöku til þess að þær séu gildar en það líka kemur skýrt fram frá aðildarfélögunum að það er mikill hugur í okkar fólki,“ segir Sonja. Miðað við niðurstöður af vinnustaðafundum og af samtölum í baklandinu að dæma telur Sonja líklegt að verkföll verði samþykkt. „Enn og aftur þá vil ég árétta að það er mjög mikilvægt að sem flestir taki þátt og greiði atkvæði,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það óskar sér enginn að fara í verkfall til þess að ná ásættanlegum kjarasamningum en okkar fólk hefur augljóslega fengið nóg eftir nærri árs bið.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira