Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 20:00 Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi. Vísir/Sigurjón Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar. Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar.
Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira