HSÍ og KKÍ fá samtals 18 milljónum minna úr Afrekssjóði í ár Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2020 18:00 HSÍ sendi lið á stórmót í janúar þegar EM í handbolta fór fram. vísir/EPA Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér. Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira