Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 11:45 Frá Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn eru með grímur fyrir andlitinu til að verjast smiti vegna kórónuveirunnar. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi. vísir/vilhelm Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Þannig grípa ferðatryggingar almennt ekki inn í og bæta fólki tjónið nema ef opinber höft hafa verið sett á ferðalög vegna farsóttar. Þetta kemur fram í svörum stóru tryggingafélaganna við fyrirspurn Vísis um hvort og þá hvað tryggingafélögin bæta þegar kemur að ferðalögum með tilliti til kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með því að ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða þar sem COVID-19-faraldur er í gangi og samfélagssmit er talið útbreitt. Ekki er um að ræða opinber höft á ferðalög eða opinbera sóttkví en svæðin sem skilgreind eru með mikla smitáhættu eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu, Lombardía, Venetó, Emilia Romagna og Piedmont, Suður-Kórea og Íran. Þrátt fyrir mikla smitáhættu hefur þessum löndum og/eða svæðum ekki verið að fullu lokað fyrir ferðalöngum, það er opinber sóttkví er ekki í gildi, og því grípa ferðatryggingar ekki tjónið ef einstaklingur hættir við að fara og hefur til dæmis greitt fyrir flug og gistingu. VÍS er eitt þeirra tryggingafélaga sem býður upp á ferðatryggingar.vísir/vihelm Ferðin fæst ekki endurgreidd nema um opinbera sóttkví sé að ræða „Áhyggjur fólks í tengslum við ferðalög í þessum aðstæðum eru auðvitað mjög eðlilegar og skiljanlegar en ferðatryggingar grípa almennt ekki inn í nema sett séu opinber höft á ferðalög vegna farsóttar. Ef fólk ákveður að fara ekki í ferðir á tiltekin svæði vegna kórónaveirunnar bæta ferðatryggingar ekki þann kostnað, jafnvel þó yfirvöld mæli með því að ónauðsynlegum ferðalögum sé sleppt,“ segir í svari Kjartans Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra hjá TM, við skriflegri fyrirspurn Vísis um það hvað fáist bætt í gegnum ferðatryggingar ef fólk ákveður að fara ekki í ferð á skilgreind áhættusvæði. Þetta svar Kjartans er í samræmi við svör annarra tryggingafélaga sem Vísir sendi fyrirspurn vegna málsins. Þannig segir meðal annars í umfjöllun á vefsíðu VÍS um ferðalög og COVID-19:Til þess að forföll í fyrirhugað ferðalag sé bætt úr ferðatryggingu hjá VÍS þarf að liggja fyrir um að sé að ræða opinbera sóttkví á viðkomandi svæði eða önnur opinber höft sem rekja má til farsóttarinnar.Ég á bókað flug og gistingu á svæði sem Landlæknisembættið hefur lagt til að einstaklingar séu ekki að ferðast til að nauðsynjalausu? Ég vil ekki fara, get ég fengið ferð mína endurgreidda?Nei, þar sem breytingar á ferðatilhögun til að koma í veg fyrir hugsanlegt tjón fellur ekki undir bótasvið ferða- og kortatrygginga nema ef um opinbera sóttkví er að ræða. Þá er ýmsum öðrum spurningum svarað í umfjölluninni á vefsíðu fyrirtækisins. Hér á kortinu sjást rauðmerkt þau fjögur héruð á Ítalíu sem skilgreind eru sem áhættusvæði. Madonna og Selva skíðasvæðin eru afar vinsæl meðal Íslendinga en þau eru utan hættusvæðanna.vísir/hjalti Fólk hefur enn val um að fara á skilgreind áhættusvæði Í svari Sigurjóns Andréssonar, markaðsstjóra Sjóvá, við fyrirspurn Vísis segir eftirfarandi:Hvernig ferðatryggingar fólk getur fengið hjá Sjóvá?Við bjóðum upp á ferðavernd, sem er viðbót við fjölskyldutryggingu okkar. Innifalið í þeirri tryggingu er vernd vegna:a. Sjúkrakostnaðar erlendisb. Ferðarofsc. Ferðakostnaðar annarra aðilad. Endurgreiðslu ferðare. Neyðarþjónustu og –hjálparf. Tjóna á farangri eða tafa á afhendingu hansg. ForfallaFlestir eru með ferðatryggingar sínar annaðhvort í gegnum fjölskyldutryggingar eða kreditkortið sitt, en við hjá Sjóvá erum ekki með kortatryggingarnar.Er fólk með ferðatryggingar hjá Sjóvá tryggt vegna fyrirmæla yfirvalda um ferðast ekki að nauðsynjalausu á tiltekin áhættusvæði, líkt og nú er raunin vegna kórónuveirunnar?Eins og staðan er í dag þá hefur Sóttvarnalæknir mælt með því að ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum á skilgreind áhættusvæði. Fólk hefur enn val um að fara og engin opinber höft komin á ferðalög til þessara svæða. Með hliðsjón af þeirri stöðu sem uppi er í dag þá er fólk því miður ekki tryggt fyrir því ef það ákveður að hætta við ferðir á viðkomandi svæði.Forfallatrygging getur orðið virk í þeim tilvikum þegar komin er upp sú staða að viðkomandi kemst hreinlega ekki í ferðina, enda sé búið að koma í veg fyrir ferðina með opinberum höftum.Getur fólk t.d. fengið það bætt hjá Sjóvá, sé það með ferðatryggingu, ef það ákveður að fara ekki í ferð til Norður-Ítalíu, Kína, Írans eða Suður-Kóreu sem það hefur þegar fjárfest í – keypt flugmiða, jafnvel greitt fyrir hótel o.s.frv.?Sama svar og hér fyrir ofan. Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli vel varinn við vinnu sína.vísir/vilhelm Hvert tilfelli skoðað sjálfstætt Tryggingafélagið Vörður hefur líkt og VÍS tekið saman spurningar og svör á heimasíðu sinni um ferðatryggingar, ferðalög og COVID-19 en í almennu svari Sigurðar Óla Kolbeinssonar, framkvæmdastjóra hjá Verði, við fyrirspurn Vísis segir:Almennt er það svo í okkar ferðatryggingum, sem og kreditkortatryggingum Arion banka og Landsbankans, að forföll, þ.e. ef fólk kemst ekki í ferð, vegna farsótta eru bótaskyld.Þó verður að uppfylla tiltekin skilyrði í slíkum tilfellum, s.s. að hinn tryggði sé í sóttkví eða komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt.Það þýðir að ef einstaklingar ákveða af sjálfs dáðum að fara ekki í ferð þá myndi það ekki falla undir trygginguna. Ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda um að fólk eigi að forðast að ferðast að ónauðsynju til tilgreindra áhættusvæða leiða því ekki til bótaréttar úr forfallatryggingu. Framangreind svör eru almenns eðlis en hvert tilfelli verður hins vegar að sjálfsögðu að skoða sjálfstætt. Þessi mynd er tekin á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong fyrr í mánuðinum.vísir/Getty Réttur til endurgreiðslu ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðisins Í svari Samgöngustofu til fréttastofu fyrr í vikunni kom einnig fram að ef farþegi hættir við flug á eigin forsendum þá myndast ekki bótaréttur og ekki réttur á endurgreiðslu farmiða fyrir utan skatta og gjöld. Ef fugrekandi hættir hins vegar við að fljúga til svæðis eða lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi, þá er fluginu aflýst og farþegi á rétt á endurgreiðslu farmiða samanber 14. inngangslið reglugerðar EB reglugerðar nr. 261/2004:14) Eins og um getur í Montreal-samningnum falla skyldur flugrekanda í sumum tilvikum niður að hluta eða að fullu ef óviðráðanlegar aðstæður, sem ekki hefði verið hægt að afstýra, skapast, jafnvel þótt gerðar hefðu verið nauðsynlegar ráðstafanir. Óviðráðanlegar aðstæður geta t.a.m. skapast af völdum ótryggs stjórnmálaástands, veðurskilyrða sem samrýmast ekki kröfum sem eru gerðar til viðkomandi flugs, öryggisáhættu, ófullnægjandi flugöryggis og verkfalla sem hafa áhrif á starfsemi flugrekandans. „Í þessu tilfelli þá myndi ástandið vera túlkað sem áhættusvæði og „öryggisáhætta“. Ef flugrekendur hætta að fljúga til svæðis/lands af þessum ástæðum eiga farþegar rétt á endurgreiðslu flugfargjalds skv. reglum en ekki skaðabótum,“ segir í svari Samgöngustofu. Neytendastofa vekur sérstaka athygli á þeim reglum sem gilda um pakkaferðir.vísir/hanna Ríkari réttur þeirra sem keypt hafa pakkaferð Þá má segja að réttindi farþega sem hafa keypt pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum séu betri en þeirra sem eru að ferðast á eigin vegum. Í vikunni vakti Neytendastofa sérstaka athygli á þeim reglum sem gilda um pakkaferðalög og því sem snýr að afpöntun og aflýsingu slíkra ferða. Í tilkynningu á vef Neytendastofu segir að ferðamenn eigi alltaf rétt á að afpanta pakkaferð, hvenær sem er áður en ferðin er farin. „Seljandi á þó rétt á að halda eftir þóknun eða staðfestingargjaldi í samræmi við skilmála ferðarinnar. Á því er undantekning ef óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður eru á ferðastað sem geta t.d. verið farsótt eða sjúkdómar. Í þeim tilvikum á ferðamaður rétt á að fá fulla endurgreiðslu. Þessar aðstæður þarf að meta í hverju tilviki út frá aðstæðum á ferðastað. Neytendastofa hefur ekki tekið stjórnvaldsákvörðun þar sem tekin er afstaða til þess hvenær sjúkdómar á ferðastað teljist óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður. Á þessu stigi er því ekki hægt að svara þeirri spurningu með afgerandi hætti. Leiða má að því líkur að ef heilbrigðisyfirvöld vara almennt við ferðalögum til viðkomandi staðar eða ef ferðabann er í gildi, sé um að ræða óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður. Ef aðstæður ferðmanns eru þannig að honum er af heilsufarsástæðum ráðlagt að ferðast ekki til viðkomandi staðar, þrátt fyrir að ekki sé litið svo á að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður séu þar, getur ferðamaður athugað forfallatryggingar sínar. Ákveði ferðaskrifstofa að aflýsa ferð ber henni að endurgreiða ferðamönnum að fullu,“ segir á vef Neytendastofu en nánari upplýsingar um pakkaferðir má nálgast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi í vikunni vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm „Ómögulegt að gefa eina línu“ Þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum voru spurðir út í rétt ferðamanna og þá staðreynd að þeir eigi til dæmis ekki rétt á endurgreiðslu flugferða á áhættusvæði nema flugfélagið felli ferðina niður á blaðamannafundi í vikunni. Voru þeir spurðir hvort eitthvað standi til að skoða þetta ef fólk er bara að hlíta því sem yfirvöld beina til þess. Þórólfur sagði þessa umræðu mjög erfiða vegna þess að aðstæður fólks eru misjafnar, tryggingar eru misjafnar og svo framvegis. „Og það er ómögulegt að gefa eina línu. Okkar tilmæli beinast einkum að heilbrigðissjónarmiðum, það eru fyrst og fremst heilbrigðissjónarmið sem við erum að hafa að leiðarljósi, bæði til að tryggja að þetta fólk sé ekki að sýkjast sjálft og eins til að fólk sé ekki að bera þessar sýkingar hingað heim. Það hvort að fólk sé tryggt ef það vill hætta við ferðir það verður hver og einn að finna út úr með sínum tryggingafélögum og sínum aðstæðum. Við getum ekki tryggt það þannig að það væri ógerningur að gefa tilmæli í samræmi við tryggingar og aðstæður hvers og eins. Það myndi aldrei ganga upp,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tryggingar Tengdar fréttir Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Að minnsta kosti hluti þeirra Íslendinga sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á deildinni. 28. febrúar 2020 11:57 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Þannig grípa ferðatryggingar almennt ekki inn í og bæta fólki tjónið nema ef opinber höft hafa verið sett á ferðalög vegna farsóttar. Þetta kemur fram í svörum stóru tryggingafélaganna við fyrirspurn Vísis um hvort og þá hvað tryggingafélögin bæta þegar kemur að ferðalögum með tilliti til kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með því að ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða þar sem COVID-19-faraldur er í gangi og samfélagssmit er talið útbreitt. Ekki er um að ræða opinber höft á ferðalög eða opinbera sóttkví en svæðin sem skilgreind eru með mikla smitáhættu eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu, Lombardía, Venetó, Emilia Romagna og Piedmont, Suður-Kórea og Íran. Þrátt fyrir mikla smitáhættu hefur þessum löndum og/eða svæðum ekki verið að fullu lokað fyrir ferðalöngum, það er opinber sóttkví er ekki í gildi, og því grípa ferðatryggingar ekki tjónið ef einstaklingur hættir við að fara og hefur til dæmis greitt fyrir flug og gistingu. VÍS er eitt þeirra tryggingafélaga sem býður upp á ferðatryggingar.vísir/vihelm Ferðin fæst ekki endurgreidd nema um opinbera sóttkví sé að ræða „Áhyggjur fólks í tengslum við ferðalög í þessum aðstæðum eru auðvitað mjög eðlilegar og skiljanlegar en ferðatryggingar grípa almennt ekki inn í nema sett séu opinber höft á ferðalög vegna farsóttar. Ef fólk ákveður að fara ekki í ferðir á tiltekin svæði vegna kórónaveirunnar bæta ferðatryggingar ekki þann kostnað, jafnvel þó yfirvöld mæli með því að ónauðsynlegum ferðalögum sé sleppt,“ segir í svari Kjartans Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra hjá TM, við skriflegri fyrirspurn Vísis um það hvað fáist bætt í gegnum ferðatryggingar ef fólk ákveður að fara ekki í ferð á skilgreind áhættusvæði. Þetta svar Kjartans er í samræmi við svör annarra tryggingafélaga sem Vísir sendi fyrirspurn vegna málsins. Þannig segir meðal annars í umfjöllun á vefsíðu VÍS um ferðalög og COVID-19:Til þess að forföll í fyrirhugað ferðalag sé bætt úr ferðatryggingu hjá VÍS þarf að liggja fyrir um að sé að ræða opinbera sóttkví á viðkomandi svæði eða önnur opinber höft sem rekja má til farsóttarinnar.Ég á bókað flug og gistingu á svæði sem Landlæknisembættið hefur lagt til að einstaklingar séu ekki að ferðast til að nauðsynjalausu? Ég vil ekki fara, get ég fengið ferð mína endurgreidda?Nei, þar sem breytingar á ferðatilhögun til að koma í veg fyrir hugsanlegt tjón fellur ekki undir bótasvið ferða- og kortatrygginga nema ef um opinbera sóttkví er að ræða. Þá er ýmsum öðrum spurningum svarað í umfjölluninni á vefsíðu fyrirtækisins. Hér á kortinu sjást rauðmerkt þau fjögur héruð á Ítalíu sem skilgreind eru sem áhættusvæði. Madonna og Selva skíðasvæðin eru afar vinsæl meðal Íslendinga en þau eru utan hættusvæðanna.vísir/hjalti Fólk hefur enn val um að fara á skilgreind áhættusvæði Í svari Sigurjóns Andréssonar, markaðsstjóra Sjóvá, við fyrirspurn Vísis segir eftirfarandi:Hvernig ferðatryggingar fólk getur fengið hjá Sjóvá?Við bjóðum upp á ferðavernd, sem er viðbót við fjölskyldutryggingu okkar. Innifalið í þeirri tryggingu er vernd vegna:a. Sjúkrakostnaðar erlendisb. Ferðarofsc. Ferðakostnaðar annarra aðilad. Endurgreiðslu ferðare. Neyðarþjónustu og –hjálparf. Tjóna á farangri eða tafa á afhendingu hansg. ForfallaFlestir eru með ferðatryggingar sínar annaðhvort í gegnum fjölskyldutryggingar eða kreditkortið sitt, en við hjá Sjóvá erum ekki með kortatryggingarnar.Er fólk með ferðatryggingar hjá Sjóvá tryggt vegna fyrirmæla yfirvalda um ferðast ekki að nauðsynjalausu á tiltekin áhættusvæði, líkt og nú er raunin vegna kórónuveirunnar?Eins og staðan er í dag þá hefur Sóttvarnalæknir mælt með því að ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum á skilgreind áhættusvæði. Fólk hefur enn val um að fara og engin opinber höft komin á ferðalög til þessara svæða. Með hliðsjón af þeirri stöðu sem uppi er í dag þá er fólk því miður ekki tryggt fyrir því ef það ákveður að hætta við ferðir á viðkomandi svæði.Forfallatrygging getur orðið virk í þeim tilvikum þegar komin er upp sú staða að viðkomandi kemst hreinlega ekki í ferðina, enda sé búið að koma í veg fyrir ferðina með opinberum höftum.Getur fólk t.d. fengið það bætt hjá Sjóvá, sé það með ferðatryggingu, ef það ákveður að fara ekki í ferð til Norður-Ítalíu, Kína, Írans eða Suður-Kóreu sem það hefur þegar fjárfest í – keypt flugmiða, jafnvel greitt fyrir hótel o.s.frv.?Sama svar og hér fyrir ofan. Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli vel varinn við vinnu sína.vísir/vilhelm Hvert tilfelli skoðað sjálfstætt Tryggingafélagið Vörður hefur líkt og VÍS tekið saman spurningar og svör á heimasíðu sinni um ferðatryggingar, ferðalög og COVID-19 en í almennu svari Sigurðar Óla Kolbeinssonar, framkvæmdastjóra hjá Verði, við fyrirspurn Vísis segir:Almennt er það svo í okkar ferðatryggingum, sem og kreditkortatryggingum Arion banka og Landsbankans, að forföll, þ.e. ef fólk kemst ekki í ferð, vegna farsótta eru bótaskyld.Þó verður að uppfylla tiltekin skilyrði í slíkum tilfellum, s.s. að hinn tryggði sé í sóttkví eða komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt.Það þýðir að ef einstaklingar ákveða af sjálfs dáðum að fara ekki í ferð þá myndi það ekki falla undir trygginguna. Ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda um að fólk eigi að forðast að ferðast að ónauðsynju til tilgreindra áhættusvæða leiða því ekki til bótaréttar úr forfallatryggingu. Framangreind svör eru almenns eðlis en hvert tilfelli verður hins vegar að sjálfsögðu að skoða sjálfstætt. Þessi mynd er tekin á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong fyrr í mánuðinum.vísir/Getty Réttur til endurgreiðslu ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðisins Í svari Samgöngustofu til fréttastofu fyrr í vikunni kom einnig fram að ef farþegi hættir við flug á eigin forsendum þá myndast ekki bótaréttur og ekki réttur á endurgreiðslu farmiða fyrir utan skatta og gjöld. Ef fugrekandi hættir hins vegar við að fljúga til svæðis eða lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi, þá er fluginu aflýst og farþegi á rétt á endurgreiðslu farmiða samanber 14. inngangslið reglugerðar EB reglugerðar nr. 261/2004:14) Eins og um getur í Montreal-samningnum falla skyldur flugrekanda í sumum tilvikum niður að hluta eða að fullu ef óviðráðanlegar aðstæður, sem ekki hefði verið hægt að afstýra, skapast, jafnvel þótt gerðar hefðu verið nauðsynlegar ráðstafanir. Óviðráðanlegar aðstæður geta t.a.m. skapast af völdum ótryggs stjórnmálaástands, veðurskilyrða sem samrýmast ekki kröfum sem eru gerðar til viðkomandi flugs, öryggisáhættu, ófullnægjandi flugöryggis og verkfalla sem hafa áhrif á starfsemi flugrekandans. „Í þessu tilfelli þá myndi ástandið vera túlkað sem áhættusvæði og „öryggisáhætta“. Ef flugrekendur hætta að fljúga til svæðis/lands af þessum ástæðum eiga farþegar rétt á endurgreiðslu flugfargjalds skv. reglum en ekki skaðabótum,“ segir í svari Samgöngustofu. Neytendastofa vekur sérstaka athygli á þeim reglum sem gilda um pakkaferðir.vísir/hanna Ríkari réttur þeirra sem keypt hafa pakkaferð Þá má segja að réttindi farþega sem hafa keypt pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum séu betri en þeirra sem eru að ferðast á eigin vegum. Í vikunni vakti Neytendastofa sérstaka athygli á þeim reglum sem gilda um pakkaferðalög og því sem snýr að afpöntun og aflýsingu slíkra ferða. Í tilkynningu á vef Neytendastofu segir að ferðamenn eigi alltaf rétt á að afpanta pakkaferð, hvenær sem er áður en ferðin er farin. „Seljandi á þó rétt á að halda eftir þóknun eða staðfestingargjaldi í samræmi við skilmála ferðarinnar. Á því er undantekning ef óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður eru á ferðastað sem geta t.d. verið farsótt eða sjúkdómar. Í þeim tilvikum á ferðamaður rétt á að fá fulla endurgreiðslu. Þessar aðstæður þarf að meta í hverju tilviki út frá aðstæðum á ferðastað. Neytendastofa hefur ekki tekið stjórnvaldsákvörðun þar sem tekin er afstaða til þess hvenær sjúkdómar á ferðastað teljist óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður. Á þessu stigi er því ekki hægt að svara þeirri spurningu með afgerandi hætti. Leiða má að því líkur að ef heilbrigðisyfirvöld vara almennt við ferðalögum til viðkomandi staðar eða ef ferðabann er í gildi, sé um að ræða óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður. Ef aðstæður ferðmanns eru þannig að honum er af heilsufarsástæðum ráðlagt að ferðast ekki til viðkomandi staðar, þrátt fyrir að ekki sé litið svo á að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður séu þar, getur ferðamaður athugað forfallatryggingar sínar. Ákveði ferðaskrifstofa að aflýsa ferð ber henni að endurgreiða ferðamönnum að fullu,“ segir á vef Neytendastofu en nánari upplýsingar um pakkaferðir má nálgast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi í vikunni vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm „Ómögulegt að gefa eina línu“ Þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum voru spurðir út í rétt ferðamanna og þá staðreynd að þeir eigi til dæmis ekki rétt á endurgreiðslu flugferða á áhættusvæði nema flugfélagið felli ferðina niður á blaðamannafundi í vikunni. Voru þeir spurðir hvort eitthvað standi til að skoða þetta ef fólk er bara að hlíta því sem yfirvöld beina til þess. Þórólfur sagði þessa umræðu mjög erfiða vegna þess að aðstæður fólks eru misjafnar, tryggingar eru misjafnar og svo framvegis. „Og það er ómögulegt að gefa eina línu. Okkar tilmæli beinast einkum að heilbrigðissjónarmiðum, það eru fyrst og fremst heilbrigðissjónarmið sem við erum að hafa að leiðarljósi, bæði til að tryggja að þetta fólk sé ekki að sýkjast sjálft og eins til að fólk sé ekki að bera þessar sýkingar hingað heim. Það hvort að fólk sé tryggt ef það vill hætta við ferðir það verður hver og einn að finna út úr með sínum tryggingafélögum og sínum aðstæðum. Við getum ekki tryggt það þannig að það væri ógerningur að gefa tilmæli í samræmi við tryggingar og aðstæður hvers og eins. Það myndi aldrei ganga upp,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tryggingar Tengdar fréttir Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Að minnsta kosti hluti þeirra Íslendinga sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á deildinni. 28. febrúar 2020 11:57 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Að minnsta kosti hluti þeirra Íslendinga sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á deildinni. 28. febrúar 2020 11:57
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30