Vernd og varðveisla skipa Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 14:00 Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna. Við höfum því miður dregið lappirnar allt of lengi og hætta er á að mörg söguleg skipsfley verði ónýt og heyri sögunni til. Á síðasta ári óskaði bæjarráð Akraneskaupstaðar eftir leyfi frá Minjastofnun að fá að farga kútter Sigurfara sem hefur staðið lengi við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi í áratugi. Skipið var smíðað 1885 í Englandi og keypt til Íslands upphaflega 1897. Taldi bæjarráð að búið væri að rannsaka það nægjanlega til þess að óhætt væri að farga því en áður en því væri fargað væri hægt að gefa áhugasömum kost á að eignast skipið. Mig langar líka að vekja athygli á björgunarskipinu Maríu Júlíu sem liggur nú frekar hnípin við hafnarkantinn í Ísafjarðarhöfn en nú stendur til að setja skipið upp á Suðurtanga til viðgerðar ef allt gengur eftir. María Júlía er merkilegt skip sem á sér merka sögu en því miður hefur ekki fengist nægilegt fjármagn til að halda henni við og sýna henni þann sóma sem hennar merkilega saga á skilið og halda þannig til haga okkar menningararfi. Björgunarskipið María Júlía verður 70 ára á þessu ári. Á síðustu árum hefur Byggðasafn Vestfjarða verið að berjast við að varðveita skipið og tók við því af safninu að Hnjóti og María Júlía hefur þegið ýmsa styrki frá því að hún kom í fang þessara safna, fyrst að Hnjóti og síðan Byggðasafnsins á Vestfjörðum 2003. Forsaga þess er að þá um sumarið barst eigendum skipsins, Þórsbergi á Tálknafirði, kauptilboð frá Suður-Afríku. Þegar það spurðist út til safnanna var ákveðið að sameinast og freista þess að ganga inn í það kauptilboð með einhverjum ráðum og tryggja að skipið færi ekki úr landi, enda um að ræða skip með mikið og einstakt sögulegt gildi að mati beggja þessara safna. Það tókst með hjálp þingmanna úr kjördæminu á þeim tíma, gagnvart eigendum skipsins, að söfnin fengu opinbera aðstoð til að ganga inn í kauptilboðið, en síðan hefur kannski ekki það fjármagn fylgt því sem hefði þurft að gera og er það mjög miður. Bátar sem voru byggðir fyrir árið 1950 teljast sem fornminjar. Hér á landi eru 190 bátar sem falla undir þá skilgreiningu að vera aldursfriðaðir. Það er hins vegar hætt á því að skip sem geymd eru uppi á landi verði ónýt, að þau fúni. Þeim er ætlað að vera í sjó, þannig geymast þau best. Það er að sjálfsögðu best þegar hægt er að gera þessa gömlu báta upp og hægt að nýta þá eins og t.d. í hvalaskoðun sem hefur verið gert með góðum árangri. Það er hið besta mál. Stöndum vörð um atvinnusögu þjóðarinnar Styrkir til verndunar báta og skipa eru því miður hverfandi miðað við þörfina á fjárfestingum í varðveislu þeirra og við höfum ekki bátafriðunarsjóð en hann hefur lengi verið áhugamál aðildarfélaga Sambands íslenskra sjóminjasafna. Framlög úr fornminjasjóði frá árinu 2013 til ársins 2019 hafa verið um 13,5 milljónir en á sama tíma hefur húsafriðunarsjóður veitt styrki til verkefna tengdum verndun húsa og kirkna að upphæð 1,4 milljörðum kr., svo það er mikill munur þar á. Ég tel að við verðum að gera betur og sýna atvinnusögu þjóðarinnar þá virðingu sem hún á skilið en án uppbyggingu skipaflotans í gegnum tíðina værum við ekki stödd eins vel efnahagslega og við erum í dag. Fyrir Alþingi liggja nú fyrir 2 tillögur um vernd og varðveislu skipa og báta og er ég meðflutningsmaður á annarri þeirra sem Sigurður Páll Jónsson er fyrsti flutningsmaður að um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og geri tillögur að úrbótum. Starfshópurinn taki saman m.a. yfirlit yfir skip og báta sem hafa menningarlegt og atvinnusögulegt gildi, óháð aldri, og endurskoði aldursmörk skipa og báta samkvæmt lögum um menningarminjar og skili tillögum til mennta og menningarmálaráðherra innan árs. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Fornminjar Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna. Við höfum því miður dregið lappirnar allt of lengi og hætta er á að mörg söguleg skipsfley verði ónýt og heyri sögunni til. Á síðasta ári óskaði bæjarráð Akraneskaupstaðar eftir leyfi frá Minjastofnun að fá að farga kútter Sigurfara sem hefur staðið lengi við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi í áratugi. Skipið var smíðað 1885 í Englandi og keypt til Íslands upphaflega 1897. Taldi bæjarráð að búið væri að rannsaka það nægjanlega til þess að óhætt væri að farga því en áður en því væri fargað væri hægt að gefa áhugasömum kost á að eignast skipið. Mig langar líka að vekja athygli á björgunarskipinu Maríu Júlíu sem liggur nú frekar hnípin við hafnarkantinn í Ísafjarðarhöfn en nú stendur til að setja skipið upp á Suðurtanga til viðgerðar ef allt gengur eftir. María Júlía er merkilegt skip sem á sér merka sögu en því miður hefur ekki fengist nægilegt fjármagn til að halda henni við og sýna henni þann sóma sem hennar merkilega saga á skilið og halda þannig til haga okkar menningararfi. Björgunarskipið María Júlía verður 70 ára á þessu ári. Á síðustu árum hefur Byggðasafn Vestfjarða verið að berjast við að varðveita skipið og tók við því af safninu að Hnjóti og María Júlía hefur þegið ýmsa styrki frá því að hún kom í fang þessara safna, fyrst að Hnjóti og síðan Byggðasafnsins á Vestfjörðum 2003. Forsaga þess er að þá um sumarið barst eigendum skipsins, Þórsbergi á Tálknafirði, kauptilboð frá Suður-Afríku. Þegar það spurðist út til safnanna var ákveðið að sameinast og freista þess að ganga inn í það kauptilboð með einhverjum ráðum og tryggja að skipið færi ekki úr landi, enda um að ræða skip með mikið og einstakt sögulegt gildi að mati beggja þessara safna. Það tókst með hjálp þingmanna úr kjördæminu á þeim tíma, gagnvart eigendum skipsins, að söfnin fengu opinbera aðstoð til að ganga inn í kauptilboðið, en síðan hefur kannski ekki það fjármagn fylgt því sem hefði þurft að gera og er það mjög miður. Bátar sem voru byggðir fyrir árið 1950 teljast sem fornminjar. Hér á landi eru 190 bátar sem falla undir þá skilgreiningu að vera aldursfriðaðir. Það er hins vegar hætt á því að skip sem geymd eru uppi á landi verði ónýt, að þau fúni. Þeim er ætlað að vera í sjó, þannig geymast þau best. Það er að sjálfsögðu best þegar hægt er að gera þessa gömlu báta upp og hægt að nýta þá eins og t.d. í hvalaskoðun sem hefur verið gert með góðum árangri. Það er hið besta mál. Stöndum vörð um atvinnusögu þjóðarinnar Styrkir til verndunar báta og skipa eru því miður hverfandi miðað við þörfina á fjárfestingum í varðveislu þeirra og við höfum ekki bátafriðunarsjóð en hann hefur lengi verið áhugamál aðildarfélaga Sambands íslenskra sjóminjasafna. Framlög úr fornminjasjóði frá árinu 2013 til ársins 2019 hafa verið um 13,5 milljónir en á sama tíma hefur húsafriðunarsjóður veitt styrki til verkefna tengdum verndun húsa og kirkna að upphæð 1,4 milljörðum kr., svo það er mikill munur þar á. Ég tel að við verðum að gera betur og sýna atvinnusögu þjóðarinnar þá virðingu sem hún á skilið en án uppbyggingu skipaflotans í gegnum tíðina værum við ekki stödd eins vel efnahagslega og við erum í dag. Fyrir Alþingi liggja nú fyrir 2 tillögur um vernd og varðveislu skipa og báta og er ég meðflutningsmaður á annarri þeirra sem Sigurður Páll Jónsson er fyrsti flutningsmaður að um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og geri tillögur að úrbótum. Starfshópurinn taki saman m.a. yfirlit yfir skip og báta sem hafa menningarlegt og atvinnusögulegt gildi, óháð aldri, og endurskoði aldursmörk skipa og báta samkvæmt lögum um menningarminjar og skili tillögum til mennta og menningarmálaráðherra innan árs. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar