Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Ísak Hallmundarson skrifar 23. febrúar 2020 23:10 Pavel Ermolinski. Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. „Það var kannski fyrst og fremst frábær varnarleikur, við vorum mjög vel undirbúnir og svo voru líka einstakir leikmenn sem stóðu sig mjög vel. Tryggvi var auðvitað ótrúlegur bæði í vörn og sókn og Arnar fyllti upp í það skarð sem vantaði stigalega og hann og Kári skoruðu fullt af stigum og þetta var bara eftir bókinni,‘‘ sagði Pavel Ermolinskij við Vísi eftir leik um hvað það hefði verið sem skilaði sigrinum. Það var komið meira en hálft ár síðan Pavel spilaði síðast landsleik. Hann segir upplifunina alltaf jafna skemmtilega: „Þetta er náttúrulega geggjað, einstök tilfinning. Það er alltaf svo þægileg og góð stemmning og alltaf svo gaman að mæta og sjá turnanna og risanna í hinum liðunum og öll nöfnin og allt þetta. Eini sénsinn er að þjappa þér saman við liðsfélaganna og það er alltaf svo æðisleg tilfinning að vera hluti af svona hóp sem er eiginlega alltaf í einhverri svona Davíð á móti Golíat stemmningu, maður upplifir þetta ekki annarsstaðar, þetta er alltaf sérstakt.‘‘ Pavel var sáttur með framlag allra í liðinu: „Í fyrsta lagi skiluðu allir sínu hlutverki hvar sem það er, það er alltaf mismunandi, og sumir jafnvel skiluðu meira en var kallað eftir kannski, Tommi kemur inn á og hirðir einhver 40 sóknarfráköst, Óli spilar frábæra vörn og Kári setur stig. Við reiðum mikið á Tryggva og við erum ekki að biðja hann um að spila alltaf eins og hann gerði í kvöld, en hann gerði það og við fögnum því. Það voru allir bara til fyrirmyndar,‘‘ sagði Pavel sáttur. Spurður út í möguleika Íslands á að komast áfram upp úr riðlinum sagði Pavel það velta á stemmningunni og andanum í liðinu: „Við munum eiga slæma daga líka og þá munum við tapa vegna þess að við höfum ekki þessa líkamlegu getu sem þessi lið hafa. Á meðan þessi andi sem er búinn að vera hérna síðustu ár, á meðan það eru nýjir leikmenn að koma inn og geta tekið þátt í því og fundið sér hlutverk körfuboltalega og haldið þessari stemmningu og anda gangandi þá heldur maður áfram og við erum alltaf í séns.‘‘ Næsti leikur Íslands er í nóvember á móti Lúxemborg í Laugardalshöllinni. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. „Það var kannski fyrst og fremst frábær varnarleikur, við vorum mjög vel undirbúnir og svo voru líka einstakir leikmenn sem stóðu sig mjög vel. Tryggvi var auðvitað ótrúlegur bæði í vörn og sókn og Arnar fyllti upp í það skarð sem vantaði stigalega og hann og Kári skoruðu fullt af stigum og þetta var bara eftir bókinni,‘‘ sagði Pavel Ermolinskij við Vísi eftir leik um hvað það hefði verið sem skilaði sigrinum. Það var komið meira en hálft ár síðan Pavel spilaði síðast landsleik. Hann segir upplifunina alltaf jafna skemmtilega: „Þetta er náttúrulega geggjað, einstök tilfinning. Það er alltaf svo þægileg og góð stemmning og alltaf svo gaman að mæta og sjá turnanna og risanna í hinum liðunum og öll nöfnin og allt þetta. Eini sénsinn er að þjappa þér saman við liðsfélaganna og það er alltaf svo æðisleg tilfinning að vera hluti af svona hóp sem er eiginlega alltaf í einhverri svona Davíð á móti Golíat stemmningu, maður upplifir þetta ekki annarsstaðar, þetta er alltaf sérstakt.‘‘ Pavel var sáttur með framlag allra í liðinu: „Í fyrsta lagi skiluðu allir sínu hlutverki hvar sem það er, það er alltaf mismunandi, og sumir jafnvel skiluðu meira en var kallað eftir kannski, Tommi kemur inn á og hirðir einhver 40 sóknarfráköst, Óli spilar frábæra vörn og Kári setur stig. Við reiðum mikið á Tryggva og við erum ekki að biðja hann um að spila alltaf eins og hann gerði í kvöld, en hann gerði það og við fögnum því. Það voru allir bara til fyrirmyndar,‘‘ sagði Pavel sáttur. Spurður út í möguleika Íslands á að komast áfram upp úr riðlinum sagði Pavel það velta á stemmningunni og andanum í liðinu: „Við munum eiga slæma daga líka og þá munum við tapa vegna þess að við höfum ekki þessa líkamlegu getu sem þessi lið hafa. Á meðan þessi andi sem er búinn að vera hérna síðustu ár, á meðan það eru nýjir leikmenn að koma inn og geta tekið þátt í því og fundið sér hlutverk körfuboltalega og haldið þessari stemmningu og anda gangandi þá heldur maður áfram og við erum alltaf í séns.‘‘ Næsti leikur Íslands er í nóvember á móti Lúxemborg í Laugardalshöllinni.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45