Ríkið tekur við rekstri öldrunarheimila af Akureyrarbæ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2020 15:23 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun frá og með 1. janúar næstkomandi taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar af Akureyrarbæ. Á þriðja hundrað starfsmenn öldrunarheimilana munu þá færast frá sveitarfélaginu yfir til HSN. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ þar sem segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi falið HSN að taka við rekstrinum tímabundið. Fyrr á árinu samþykkti bæjarráð Akureyrar að óska ekki eftir framlengingu samningsins, sem rennur út 31. desember næstkomandi. Akureyrarbær hefur undanfarin ár rekið Öldrunarheimili Akureyrar samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins. Forráðamenn sveitarfélagsins hafa hins verið ósáttir við að íslenska ríkið hafi verið tilbúið til þess að greiða uppsafnaðan halla í rekstri öldrunarheimilana. Hafa þeir bent á að það sé ekki hluti af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga að reka öldrunarheimili og sveitarfélagið geti ekki greitt á fjórða hundruð milljóna með rekstrinum á ári hverju. Í tilkynningu frá bænum segir að sú ákvörðun að flytja reksturinn til HSN sé mikilvægur liður í því að eyða óvissu um framtíðarrekstur öldrunarheimila. Þá er vísað í að heilbrigðisráðuneytið sé að hefja vinnu við úttekt á rekstri öldrunarheimila og að framtíðarhögun rekstrar öldrunarheimila á Akureyri muni taka mið að þeirri vinnu. Öldrunarheimili Akureyrar reka heimili fyrir um 180 íbúa á tveimur stöðum á Akureyri, í Hlíð og Lögmannshlíð. Breytt rekstrarfyrirkomulag hefur í för með sér að frá og með 1. janúar næstkomandi færast á þriðja hundrað starfsmenn ÖA frá Akureyrarbæ til HSN en réttindi og kjör þeirra haldast óbreytt samkvæmt kjarasamningum sem eru í gildi, að því er fram kemur í tilkynningunni. Eldri borgarar Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun frá og með 1. janúar næstkomandi taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar af Akureyrarbæ. Á þriðja hundrað starfsmenn öldrunarheimilana munu þá færast frá sveitarfélaginu yfir til HSN. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ þar sem segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi falið HSN að taka við rekstrinum tímabundið. Fyrr á árinu samþykkti bæjarráð Akureyrar að óska ekki eftir framlengingu samningsins, sem rennur út 31. desember næstkomandi. Akureyrarbær hefur undanfarin ár rekið Öldrunarheimili Akureyrar samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins. Forráðamenn sveitarfélagsins hafa hins verið ósáttir við að íslenska ríkið hafi verið tilbúið til þess að greiða uppsafnaðan halla í rekstri öldrunarheimilana. Hafa þeir bent á að það sé ekki hluti af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga að reka öldrunarheimili og sveitarfélagið geti ekki greitt á fjórða hundruð milljóna með rekstrinum á ári hverju. Í tilkynningu frá bænum segir að sú ákvörðun að flytja reksturinn til HSN sé mikilvægur liður í því að eyða óvissu um framtíðarrekstur öldrunarheimila. Þá er vísað í að heilbrigðisráðuneytið sé að hefja vinnu við úttekt á rekstri öldrunarheimila og að framtíðarhögun rekstrar öldrunarheimila á Akureyri muni taka mið að þeirri vinnu. Öldrunarheimili Akureyrar reka heimili fyrir um 180 íbúa á tveimur stöðum á Akureyri, í Hlíð og Lögmannshlíð. Breytt rekstrarfyrirkomulag hefur í för með sér að frá og með 1. janúar næstkomandi færast á þriðja hundrað starfsmenn ÖA frá Akureyrarbæ til HSN en réttindi og kjör þeirra haldast óbreytt samkvæmt kjarasamningum sem eru í gildi, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira