Samanlagt tjón RARIK og Landsnets tæpar 800 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 15:15 Fjöldi rafmagnsstaura brotnaði á Norðurlandi í óveðrinu sem þar gekk yfir í desember. vísir/egill Tjón RARIK vegna annars vegar óveðursins í desember og hins vegar óveðursins síðastliðinn föstudag nemur samtals um 300 milljónum króna. Tjón Landsnets vegna óveðursins í desember hleypur á 350 til 400 milljónum króna en tjón fyrirtækisins vegna lægðagangs og storma í janúar og febrúar nemur alls um 80 milljónum króna. Samanlagt tjón fyrirtækjanna nemur því um 780 milljónum króna. Á Sprengisandi á Bylgjunni um helgina ræddu þeir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, það tjón sem fyrirtækin hafa orðið fyrir í lægðum vetrarins. Eins og flestum er eflaust í fersku minni gekk mikið óveður yfir landið 10. og 11. desember síðastliðinn sem olli miklu tjóni á raforkukerfinu. Fjöldi heimila og fyrirtækja voru þannig rafmagnslaus dögum saman. Tjón fyrirtækjanna vegna veðursins í desember er töluvert. „Hjá Landsneti erum við búin að skjóta á það. Viðgerðarkostnaður og með díselvélakeyrslu þá er það svona á bilinu 350 til 400 milljónir,“ sagði Nils. „Hjá okkur voru þetta svona um 200 milljónir. En að hluta til erum við að fresta því að fara í viðgerðir og erum að flýta fjárfestingum á þessu ári. Það var ákveðið að flýta fjárfestingum á Norðurlandi um 230 milljónir og taka þá stóran hluta af því sem fór verst í desember í jarðstrengi. Það er reyndar búið að leggja eitthvað, við munum halda áfram að leggja eftir því sem hægt er í vetur og síðan í sumar,“ sagði Tryggvi. Heildartjón RARIK og Landsnets vegna óveðursins í desember er því um 600 milljónir króna. Í óveðrinu sem varð síðan síðastliðinn föstudag var tjón RARIK tæplega 100 milljónir króna að því er Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, greindi frá í samtali við RÚV. Alls urðu 5.600 heimili og fyrirtæki rafmagnslaus en um 100 rafmagnsstaurar brotnuðu í storminum. Til samanburðar brotnuðu 140 staurar RARIK í óveðrinu í desember. Vísir sendi fyrirspurn til Landsnets og spurði út í tjón fyrirtækisins vegna óveðursins síðastliðinn föstudag. Í svari frá Steinunni Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, kemur fram að búið sé að taka kostnaðinn vegna viðgerða á flutningsvirkjum gróflega saman fyrir bæði janúar og febrúar. Kostnaðurinn í janúar var 30 milljónir króna og nú í febrúar er hann kominn upp í 50 milljónir króna. Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Tjón RARIK vegna annars vegar óveðursins í desember og hins vegar óveðursins síðastliðinn föstudag nemur samtals um 300 milljónum króna. Tjón Landsnets vegna óveðursins í desember hleypur á 350 til 400 milljónum króna en tjón fyrirtækisins vegna lægðagangs og storma í janúar og febrúar nemur alls um 80 milljónum króna. Samanlagt tjón fyrirtækjanna nemur því um 780 milljónum króna. Á Sprengisandi á Bylgjunni um helgina ræddu þeir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, það tjón sem fyrirtækin hafa orðið fyrir í lægðum vetrarins. Eins og flestum er eflaust í fersku minni gekk mikið óveður yfir landið 10. og 11. desember síðastliðinn sem olli miklu tjóni á raforkukerfinu. Fjöldi heimila og fyrirtækja voru þannig rafmagnslaus dögum saman. Tjón fyrirtækjanna vegna veðursins í desember er töluvert. „Hjá Landsneti erum við búin að skjóta á það. Viðgerðarkostnaður og með díselvélakeyrslu þá er það svona á bilinu 350 til 400 milljónir,“ sagði Nils. „Hjá okkur voru þetta svona um 200 milljónir. En að hluta til erum við að fresta því að fara í viðgerðir og erum að flýta fjárfestingum á þessu ári. Það var ákveðið að flýta fjárfestingum á Norðurlandi um 230 milljónir og taka þá stóran hluta af því sem fór verst í desember í jarðstrengi. Það er reyndar búið að leggja eitthvað, við munum halda áfram að leggja eftir því sem hægt er í vetur og síðan í sumar,“ sagði Tryggvi. Heildartjón RARIK og Landsnets vegna óveðursins í desember er því um 600 milljónir króna. Í óveðrinu sem varð síðan síðastliðinn föstudag var tjón RARIK tæplega 100 milljónir króna að því er Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, greindi frá í samtali við RÚV. Alls urðu 5.600 heimili og fyrirtæki rafmagnslaus en um 100 rafmagnsstaurar brotnuðu í storminum. Til samanburðar brotnuðu 140 staurar RARIK í óveðrinu í desember. Vísir sendi fyrirspurn til Landsnets og spurði út í tjón fyrirtækisins vegna óveðursins síðastliðinn föstudag. Í svari frá Steinunni Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, kemur fram að búið sé að taka kostnaðinn vegna viðgerða á flutningsvirkjum gróflega saman fyrir bæði janúar og febrúar. Kostnaðurinn í janúar var 30 milljónir króna og nú í febrúar er hann kominn upp í 50 milljónir króna.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira