Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 12:26 Laura Loomer er þekkt fyrir hatursfullar yfirlýsingar gegn múslimum og samsæriskernningar, meðal annars varðandi skotárásir í bandarískum skólum Getty/Stephanie Keith Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira