Áhorfendur hitamældir áður en þeir fara á völlinn í einu fótboltadeild Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. mars 2020 12:00 Frá leik í Hvíta-Rússlandi um helgina vísir/getty Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira