Eurogym frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. mars 2020 09:45 5000 manna fimleikahátíð frestað. Facebook/Stjarnan Stjórn Fimleikasambands Íslands og Evrópska fimleikasambandsins hafa tekið ákvörun um að fresta Eurogym fimleikahátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlímánuði næstkomandi. Er ákvörðunin tekin í ljósi ástandsins vegna Covid-19. Í tilkynningu Fimleikasambands Íslands segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hátíðin hefði orðið stærsti íþróttaviðburður á landinu, þar sem 5000 ungmenni stefndu á að sýna fimleika víðs vegar um Reykjavíkurborg, ásamt því að taka þátt í vinnubúðum og fræðsluviðburðum. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að fresta þessari hátíð nú þegar undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. En það er ekkert annað hægt að gera í núverandi stöðu þar sem velferð þátttakanda og sjálfboðaliða verður að vera í fyrirrúmi,“ segir Halla Karí Hjaltested , viðburðastjóri Eurogym. Eurogym 2020 er fimleikahátíð fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára frá Evrópu sem eiga það sameiginlegt að finnast fimleikar skemmtileg íþrótt. Áhersla hátíðarinnar er þátttaka, gleði og fræðsla. En eitt af aðalmarkmiðum Fimleikasambandsins er að þjónusta öll börn, líka þau sem vilja aðrar áherslur en keppni. Halla Karí segir ljóst að tjónið sem hljótist af því að fresta hátíðinni sé töluvert. „Þá er ég að vísa til bæði beinna og óbeinna áhrifa,“ segir Halla Karí og bendir á að auk Fimleikasambandsins verði ferðaþjónustan og fyrirtæki í viðburðarhaldi fyrir töluverðu höggi. Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu og verður hún tilkynnt í lok apríl. Lögð er rík áhersla á að finna dagsetningu sem fyrst, til að tryggja þátttöku þeirra sem nú þegar hafa skráð sig og þeirra 2000 foreldra sem von var á að fylgdu þátttakendum á hátíðina Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands og Evrópska fimleikasambandsins hafa tekið ákvörun um að fresta Eurogym fimleikahátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlímánuði næstkomandi. Er ákvörðunin tekin í ljósi ástandsins vegna Covid-19. Í tilkynningu Fimleikasambands Íslands segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hátíðin hefði orðið stærsti íþróttaviðburður á landinu, þar sem 5000 ungmenni stefndu á að sýna fimleika víðs vegar um Reykjavíkurborg, ásamt því að taka þátt í vinnubúðum og fræðsluviðburðum. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að fresta þessari hátíð nú þegar undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. En það er ekkert annað hægt að gera í núverandi stöðu þar sem velferð þátttakanda og sjálfboðaliða verður að vera í fyrirrúmi,“ segir Halla Karí Hjaltested , viðburðastjóri Eurogym. Eurogym 2020 er fimleikahátíð fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára frá Evrópu sem eiga það sameiginlegt að finnast fimleikar skemmtileg íþrótt. Áhersla hátíðarinnar er þátttaka, gleði og fræðsla. En eitt af aðalmarkmiðum Fimleikasambandsins er að þjónusta öll börn, líka þau sem vilja aðrar áherslur en keppni. Halla Karí segir ljóst að tjónið sem hljótist af því að fresta hátíðinni sé töluvert. „Þá er ég að vísa til bæði beinna og óbeinna áhrifa,“ segir Halla Karí og bendir á að auk Fimleikasambandsins verði ferðaþjónustan og fyrirtæki í viðburðarhaldi fyrir töluverðu höggi. Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu og verður hún tilkynnt í lok apríl. Lögð er rík áhersla á að finna dagsetningu sem fyrst, til að tryggja þátttöku þeirra sem nú þegar hafa skráð sig og þeirra 2000 foreldra sem von var á að fylgdu þátttakendum á hátíðina
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira