Borgun varar við sms-skilaboðum fjársvikara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 15:35 Borgun varar við skilaboðum fjársvikahrappa. Vísir/ERNIR Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks. Í skilaboðum sem fólki hefur borist undanfarið er móttakandanum sagt að mistök hafi verið gerð við greiðslu á kortareikningi, aðilinn hafi borgað hann tvisvar og að korti viðkomandi hafi því verið lokað. Fólk er þar næst hvatt til að heimsækja vefsíðu og gefa þar upp kortaupplýsingar sínar til að opna kortið að nýju og fá ofgreiðsluna endurgreidda. Þetta er ekki raunin. Með því að gefa upp kortaupplýsingar sem fjársvikararnir ásælist geti þeir svikið af fólki peninga. Vefsíðan sem vísað er á er þá hönnuð í útliti Borgunar og stór yfirlitsmynd af Reykjavík er á síðunni. Borgun segir í tilkynningu að aldrei sé beðið um kortaupplýsingar fólks í tölvupósti, í gegn um sms eða með símtali. Korthöfum sé ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax. „Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600 eða senda skilaboð á [email protected].Tekið skal skýrt fram að Borgun hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikatilraun þar sem nafn og merki fyrirtækisins er notað í blekkingarskyni,“ segir í tilkynningu frá Borgun. Þá hefur málið verið tilkynnt lögregluyfirvöldum, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendum í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til fjársvika. Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00 Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06 Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks. Í skilaboðum sem fólki hefur borist undanfarið er móttakandanum sagt að mistök hafi verið gerð við greiðslu á kortareikningi, aðilinn hafi borgað hann tvisvar og að korti viðkomandi hafi því verið lokað. Fólk er þar næst hvatt til að heimsækja vefsíðu og gefa þar upp kortaupplýsingar sínar til að opna kortið að nýju og fá ofgreiðsluna endurgreidda. Þetta er ekki raunin. Með því að gefa upp kortaupplýsingar sem fjársvikararnir ásælist geti þeir svikið af fólki peninga. Vefsíðan sem vísað er á er þá hönnuð í útliti Borgunar og stór yfirlitsmynd af Reykjavík er á síðunni. Borgun segir í tilkynningu að aldrei sé beðið um kortaupplýsingar fólks í tölvupósti, í gegn um sms eða með símtali. Korthöfum sé ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax. „Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600 eða senda skilaboð á [email protected].Tekið skal skýrt fram að Borgun hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikatilraun þar sem nafn og merki fyrirtækisins er notað í blekkingarskyni,“ segir í tilkynningu frá Borgun. Þá hefur málið verið tilkynnt lögregluyfirvöldum, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendum í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til fjársvika.
Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00 Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06 Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00
Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06
Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03