Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. ágúst 2020 12:00 Starfsmaður Hins hússins sem reyndist smitaður af kórónuveirunni smitaðist á Hótel Rangá. Hitt húsið/Hótel Rangá Starfsmenn Hins hússins, Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla og leikskólans Huldubergs í Mosfellsbæ smituðust líklega allir af kórónuveiruveirunni í hópsýkingunni á Hótel Rangá. Ennþá er verið að leita að uppruna smitsins hjá öldruðum einstaklingi á Hlíf á Ísafirði og eru íbúar hvattir til að koma í sýnatöku finni þeir fyrir minnstu einkennum. Hitt húsið er lokað eftir að 30 starfsmenn eða helmingur starfsmanna fór í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 á fimmtudag. Töluverð röskun verður á starfi hússins og verður lokað til 2. september. Forstöðumaður Hins hússins segir að lokunin hafi helst áhrif á fjölskyldur þeirra ungmenna sem nýta sér þjónustu hússins og þá sérstaklega frístund fatlaðra ungmenna. „Þetta hefur áhrif, sérstaklega á fjölskyldur. Það verður meira álag á fjölskyldum, sérstaklega í frístundastarfi fatlaðra,“ segir Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins. „Þau munu allavega hafa úrræði [framhaldsskólanna] á morgnanna, ég veit ekki hvernig framhaldsskólarnir ætla að bregðast við. Vonandi geta þeir opnað líka eftir hádegi þannig að ungmennin gætu sennilega verið þar áfram.“ Smitaðist á Hótel Rangá Smitið sem um ræðir má rekja til Hótel Rangár þar sem fjöldi fólks smitaðist í síðustu viku, þar á meðal starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla. Þá þurfti ríkisstjórnin einnig að fara í sóttkví vegna smitsins sem kom upp á Hótel Rangá þar sem hún fundaði í síðustu viku. Vænta má niðurstöðu úr skimun ríkisstjórnarinnar nú eftir helgi. Markús segir að afmarkaður hópur starfsmanna haf verið sendur í sóttkví en um helmingi fleiri vinna í húsinu. Hópurinn var með starfsdaga sem smitaði starfsmaðurinn mætti á. „Þetta er afmarkaður hópur og við erum búin að reyna þetta í allt vor og allt sumar að hólfa upp húsnæðið til að koma í veg fyrir að allir fari í sóttkví,“ segir hann. Margs konar verkefni fari fram í Hinu húsinu, ekki aðeins frístund fatlaðra ungmenna. „Við erum með listhópa og götuleikhús og við erum með jafningjafræðslu,“ segir hann. Hitt húsið fékk afnot af HR og Kvennaskólanum í sumar fyrir fjölbreytta starfsemi sína og voru um 250 starfsmenn þar í sumar. Um fimmtíu fötluð ungmenni nýta sér þjónustu hins hússins. „Það eru ungmenni sem eru í sérdeildum framhaldsskólanna á morgnanna og koma til okkar eftir hádegi, svokölluð frístund fatlaðra,“ segir Markús. Enn óljóst hvort frístund í Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla verði opnuð fyrr Greint var frá því í fyrradag að starfsmaður í Barnaskólanum í Reykjavik hefði reynst smitaður af Covid-19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu tvær vikurnar. Um 130 nemendur eru í skólanum. Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram í dag í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla frestast fram í september eftir að sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Starfsmaðurinn sem um ræðir smitaðist í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og ellefu gestir smituðust af kórónuveirunni. Þá hefur leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ verið lokað og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna. Viðkomandi smitaðist að öllum líkindum einnig eftir heimsókn á Hótel Rangá samkvæmt heimildum fréttastofu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir í samtali við fréttastofu að enn liggi ekki fyrir hvort að frístundin, sem mun taka til starfa á eðlilegum tíma, verði opin lengur til að koma til móts við fjölskyldur. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Friðrik „Það er enn verið að teikna þetta upp og niðurstaða í málið er ekki komin en það verður haft samband við foreldra í dag,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við fréttastofu. „Þeir sem sjá um framkvæmdina á þessu voru að koma til vinnu í morgun, þeir voru ekki í vinnu um helgina þannig að þetta skýrist í dag.“ Allir ráðherrar nema tveir fara í seinni skimun Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fara í seinni skimun fyrir kórónuveirunni í dag. Ráðherrarnir fóru í smitgát eftir að hafa snætt á hótel Rangá á þriðjudag en þar reyndist svo starfsmaður smitaður. Forsætisráðherra og menntamálaráðherra fóru í skimun strax í morgun. Búist er við niðurstöðum úr skimun milli klukkan tvö og þrjú í dag samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Enginn sem sendur voru í sóttkví á Ísafirði smitaður Enginn þeirra sem sendir voru í sóttkví vegna smits sem kom upp á Hlíf, íbúðum eldri borgara á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Niðurstöður skimunar lágu fyrir í morgun og segir forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að fleiri verði skimaðir í plássinu í dag og á morgun. Þá hefur uppruni smitsins enn ekki fundist. „Það voru rúmlega þrjátíu sem voru skimaðir í gær og enginn þeirra er sýktur af Covid-19 veirunni. Bæði fólk sem var í sóttkví og fjölskylda viðkomandi var skimuð þannig að við höfum enn ekki fundið uppruna smitsins,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.fjármálaráðuneytið Nítján íbúar Hlífar voru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Einstaklingurinn sem greindist með kórónuveiruna er á níræðisaldri en ekki er vitað um líðan einstaklingsins. Hann liggur þó ekki á sjúkrahúsi að sögn Gylfa. Hann segir að hópurinn sem skimaður verður verði nú stækkaður í von um að finna uppruna smitsins. „Smitrakningin snýst núna um að stækka aðeins hringinn og skima fleiri í dag eða á morgun. Almennu skilaboðin til Ísfirðinga eru þau sömu og hafa verið að ef fólk finnur til einkenna eigi það að hafa samband við heilsugæsluna, ekki koma fyrr en það er búið að fá bókaðan tíma og koma í sýnatöku,“ segir Gylfi. Gert er ráð fyrir að fólk verði kallað inn í dag og á morgun til að fara í sýnatöku í aðeins stærri hring en hefur verið hingað til. „Við ætlum ekki að fara í stórt skimunarátak eins og dæmi eru til um enda erum við bara með eitt smit í bili,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Félagsmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23. ágúst 2020 22:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Starfsmenn Hins hússins, Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla og leikskólans Huldubergs í Mosfellsbæ smituðust líklega allir af kórónuveiruveirunni í hópsýkingunni á Hótel Rangá. Ennþá er verið að leita að uppruna smitsins hjá öldruðum einstaklingi á Hlíf á Ísafirði og eru íbúar hvattir til að koma í sýnatöku finni þeir fyrir minnstu einkennum. Hitt húsið er lokað eftir að 30 starfsmenn eða helmingur starfsmanna fór í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 á fimmtudag. Töluverð röskun verður á starfi hússins og verður lokað til 2. september. Forstöðumaður Hins hússins segir að lokunin hafi helst áhrif á fjölskyldur þeirra ungmenna sem nýta sér þjónustu hússins og þá sérstaklega frístund fatlaðra ungmenna. „Þetta hefur áhrif, sérstaklega á fjölskyldur. Það verður meira álag á fjölskyldum, sérstaklega í frístundastarfi fatlaðra,“ segir Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins. „Þau munu allavega hafa úrræði [framhaldsskólanna] á morgnanna, ég veit ekki hvernig framhaldsskólarnir ætla að bregðast við. Vonandi geta þeir opnað líka eftir hádegi þannig að ungmennin gætu sennilega verið þar áfram.“ Smitaðist á Hótel Rangá Smitið sem um ræðir má rekja til Hótel Rangár þar sem fjöldi fólks smitaðist í síðustu viku, þar á meðal starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla. Þá þurfti ríkisstjórnin einnig að fara í sóttkví vegna smitsins sem kom upp á Hótel Rangá þar sem hún fundaði í síðustu viku. Vænta má niðurstöðu úr skimun ríkisstjórnarinnar nú eftir helgi. Markús segir að afmarkaður hópur starfsmanna haf verið sendur í sóttkví en um helmingi fleiri vinna í húsinu. Hópurinn var með starfsdaga sem smitaði starfsmaðurinn mætti á. „Þetta er afmarkaður hópur og við erum búin að reyna þetta í allt vor og allt sumar að hólfa upp húsnæðið til að koma í veg fyrir að allir fari í sóttkví,“ segir hann. Margs konar verkefni fari fram í Hinu húsinu, ekki aðeins frístund fatlaðra ungmenna. „Við erum með listhópa og götuleikhús og við erum með jafningjafræðslu,“ segir hann. Hitt húsið fékk afnot af HR og Kvennaskólanum í sumar fyrir fjölbreytta starfsemi sína og voru um 250 starfsmenn þar í sumar. Um fimmtíu fötluð ungmenni nýta sér þjónustu hins hússins. „Það eru ungmenni sem eru í sérdeildum framhaldsskólanna á morgnanna og koma til okkar eftir hádegi, svokölluð frístund fatlaðra,“ segir Markús. Enn óljóst hvort frístund í Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla verði opnuð fyrr Greint var frá því í fyrradag að starfsmaður í Barnaskólanum í Reykjavik hefði reynst smitaður af Covid-19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu tvær vikurnar. Um 130 nemendur eru í skólanum. Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram í dag í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla frestast fram í september eftir að sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Starfsmaðurinn sem um ræðir smitaðist í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og ellefu gestir smituðust af kórónuveirunni. Þá hefur leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ verið lokað og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna. Viðkomandi smitaðist að öllum líkindum einnig eftir heimsókn á Hótel Rangá samkvæmt heimildum fréttastofu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir í samtali við fréttastofu að enn liggi ekki fyrir hvort að frístundin, sem mun taka til starfa á eðlilegum tíma, verði opin lengur til að koma til móts við fjölskyldur. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Friðrik „Það er enn verið að teikna þetta upp og niðurstaða í málið er ekki komin en það verður haft samband við foreldra í dag,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við fréttastofu. „Þeir sem sjá um framkvæmdina á þessu voru að koma til vinnu í morgun, þeir voru ekki í vinnu um helgina þannig að þetta skýrist í dag.“ Allir ráðherrar nema tveir fara í seinni skimun Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fara í seinni skimun fyrir kórónuveirunni í dag. Ráðherrarnir fóru í smitgát eftir að hafa snætt á hótel Rangá á þriðjudag en þar reyndist svo starfsmaður smitaður. Forsætisráðherra og menntamálaráðherra fóru í skimun strax í morgun. Búist er við niðurstöðum úr skimun milli klukkan tvö og þrjú í dag samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Enginn sem sendur voru í sóttkví á Ísafirði smitaður Enginn þeirra sem sendir voru í sóttkví vegna smits sem kom upp á Hlíf, íbúðum eldri borgara á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Niðurstöður skimunar lágu fyrir í morgun og segir forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að fleiri verði skimaðir í plássinu í dag og á morgun. Þá hefur uppruni smitsins enn ekki fundist. „Það voru rúmlega þrjátíu sem voru skimaðir í gær og enginn þeirra er sýktur af Covid-19 veirunni. Bæði fólk sem var í sóttkví og fjölskylda viðkomandi var skimuð þannig að við höfum enn ekki fundið uppruna smitsins,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.fjármálaráðuneytið Nítján íbúar Hlífar voru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Einstaklingurinn sem greindist með kórónuveiruna er á níræðisaldri en ekki er vitað um líðan einstaklingsins. Hann liggur þó ekki á sjúkrahúsi að sögn Gylfa. Hann segir að hópurinn sem skimaður verður verði nú stækkaður í von um að finna uppruna smitsins. „Smitrakningin snýst núna um að stækka aðeins hringinn og skima fleiri í dag eða á morgun. Almennu skilaboðin til Ísfirðinga eru þau sömu og hafa verið að ef fólk finnur til einkenna eigi það að hafa samband við heilsugæsluna, ekki koma fyrr en það er búið að fá bókaðan tíma og koma í sýnatöku,“ segir Gylfi. Gert er ráð fyrir að fólk verði kallað inn í dag og á morgun til að fara í sýnatöku í aðeins stærri hring en hefur verið hingað til. „Við ætlum ekki að fara í stórt skimunarátak eins og dæmi eru til um enda erum við bara með eitt smit í bili,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Félagsmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23. ágúst 2020 22:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16
Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23. ágúst 2020 22:32
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43
Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59