Þrír skjólstæðingar í sóttkví eftir að starfsmaður Borgarsels greindist með veiruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 12:07 Borgarsel er rekið af hjúkrunarheimilinu Eir en er ekki staðsett í húsnæði þess. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Borgarsels, dagþjálfunar fyrir heilabilaða sem rekin er af hjúkrunarheimilinu Eir og staðsett er í Spönginni, greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag, þann 20. ágúst. Starfsmaðurinn hafði mætt einkennalaus til vinnu þriðjudaginn 18. ágúst en fór hann að öllum sóttvarnareglum sem settar hafa verið á staðnum segir í tilkynningu frá Eir. Þrír skjólstæðingar sem taldir eru meira útsettir fyrir veirunni og fjórir starfsmenn sem höfðu verið í nálægð við starfsmanninn voru sendir heim í fjórtán daga sóttkví. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Verða þeir aftur skimaðir í lok sóttkvíar, þann 1. september næstkomandi. Borgarsel hefur verið sótthreinsað og unnið er að skipulagningu í samvinnu við sóttvarnalækni og almannavarnir. Aðstaðan hefur verið opnuð á ný. Fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Allir skjólstæðingar Borgarsels, utan þeirra sem eru í sóttkví, verða skimaðir 25. og 26. ágúst. Þar til sóttkvínni lýkur verður starfsemi Borgarsels með breyttu sniði, allir verða hitamældir við komu og snertifletir sótthreinsaðir oftar en venjulega. Síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum Þá er dagurinn í dag síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum, hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ sem rekið er af Eir. Þeir íbúar sem voru í sóttkví verða skimaðir í dag og voru þeir allir, og starfsfólk sem einnig var útsettast fyrir veirunni, skimaðir tvisvar og reyndust allir neikvæðir. Sóttkvínni verður því aflétt í kvöld ef sýnatökur reynast neikvæðar og opnar heimilið því að öllum líkindum á morgun fyrir heimsóknir aðstandenda. Heimsóknarreglur heimilins fara aftur í fyrra horf þ.e. einn aðstandandi má koma í heimsókn daglega, klukkutíma í senn. Viðkomandi skráir komu sína, sprittar hendur og fer beinustu leið til ástvinar síns og síðan beinustu leið út. Eldri borgarar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02 Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46 Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Starfsmaður Borgarsels, dagþjálfunar fyrir heilabilaða sem rekin er af hjúkrunarheimilinu Eir og staðsett er í Spönginni, greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag, þann 20. ágúst. Starfsmaðurinn hafði mætt einkennalaus til vinnu þriðjudaginn 18. ágúst en fór hann að öllum sóttvarnareglum sem settar hafa verið á staðnum segir í tilkynningu frá Eir. Þrír skjólstæðingar sem taldir eru meira útsettir fyrir veirunni og fjórir starfsmenn sem höfðu verið í nálægð við starfsmanninn voru sendir heim í fjórtán daga sóttkví. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Verða þeir aftur skimaðir í lok sóttkvíar, þann 1. september næstkomandi. Borgarsel hefur verið sótthreinsað og unnið er að skipulagningu í samvinnu við sóttvarnalækni og almannavarnir. Aðstaðan hefur verið opnuð á ný. Fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Allir skjólstæðingar Borgarsels, utan þeirra sem eru í sóttkví, verða skimaðir 25. og 26. ágúst. Þar til sóttkvínni lýkur verður starfsemi Borgarsels með breyttu sniði, allir verða hitamældir við komu og snertifletir sótthreinsaðir oftar en venjulega. Síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum Þá er dagurinn í dag síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum, hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ sem rekið er af Eir. Þeir íbúar sem voru í sóttkví verða skimaðir í dag og voru þeir allir, og starfsfólk sem einnig var útsettast fyrir veirunni, skimaðir tvisvar og reyndust allir neikvæðir. Sóttkvínni verður því aflétt í kvöld ef sýnatökur reynast neikvæðar og opnar heimilið því að öllum líkindum á morgun fyrir heimsóknir aðstandenda. Heimsóknarreglur heimilins fara aftur í fyrra horf þ.e. einn aðstandandi má koma í heimsókn daglega, klukkutíma í senn. Viðkomandi skráir komu sína, sprittar hendur og fer beinustu leið til ástvinar síns og síðan beinustu leið út.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02 Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46 Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02
Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26
Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46
Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45