Samúðarkveðjur og faraldur í nútíð stóðu upp úr í ræðu Melaniu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:38 Melania Trump flutti ræðu sína í rósagarði Hvíta hússins að viðstöddum áhorfendum, í þeirra hópi var eiginmaðurinn. Getty/ Alex Wong Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af ofbeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi, sem hún flutti í tilefni af landsfundi Repúblikana. Vísaði hún þar einkum til átaka sem orðið hafa milli þeldökkra og lögreglu í Wisconsin nýverið. Þá ræddi hún jafnframt um kórónuveirufaraldurinn í nútíð og vottaði aðstendum látinna samúð, það þykir greinendum eftirtektarvert. Melania Trump heldur sig yfirleitt til hlés, en ræða hennar var flutt í rósagarði Hvíta hússins fyrir framan lítinn hóp áhorfenda. Eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, var þeirra á meðal. Demókratar telja gagnrýnivert að hún hafi flutt ræðu sína við Hvíta húsið, það sé léleg nýting á opinberum fjármunum og að kosningaræður sem þessar skuli heldur fluttar innan landsfundarumgjarðarinnar. Forsetafrúin hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast og láta kynþáttafordóma aldrei ráða för, saga landsins hefði ekki alltaf verið falleg. Bandaríkjamenn væru ekki stoltir af öllu því sem gert hefði verið í fortíðinni, en hún lagði áherslu á að litið væri til framtíðar um leið og menn dregðu lærdóm af því sem liðið væri. Þá vottaði forsetafrúin samúð sína þeim sem ættu um sárt að binda vegna faraldurs kórónuveirunnar. Umfjöllun hennar um faraldurinn var jafnframt í nútíð, þ.e. að hann sé enn yfirstandandi. Það þykir greinendum vestanhafs eftirtektarvert því fyrri ræðumenn, eins og efnahagsráðgjafinn Larry Kudlow, hafi látið að hljóma eins og farsóttin sé vandamál fortíðar. Smittölur í Bandaríkjunum segja hins vegar aðra sögu. Að sama skapi hafi lítið verið um samúðarkveðjur á flokksþinginu til þessa. CNN slær því þannig upp að „loksins“ votti forsetafrúin samúð sína til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna faraldursins. Melania Trump hrósaði jafnframt eiginmanni sínum fyrir einlægni og sagði að hreinskilni væri það sem þjóðin ætti skilið frá forseta landsins. Bandaríkjaforseti segi það sem hann hugsar. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við Trump Bandaríkjaforseta heldur minni en við Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrata. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af ofbeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi, sem hún flutti í tilefni af landsfundi Repúblikana. Vísaði hún þar einkum til átaka sem orðið hafa milli þeldökkra og lögreglu í Wisconsin nýverið. Þá ræddi hún jafnframt um kórónuveirufaraldurinn í nútíð og vottaði aðstendum látinna samúð, það þykir greinendum eftirtektarvert. Melania Trump heldur sig yfirleitt til hlés, en ræða hennar var flutt í rósagarði Hvíta hússins fyrir framan lítinn hóp áhorfenda. Eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, var þeirra á meðal. Demókratar telja gagnrýnivert að hún hafi flutt ræðu sína við Hvíta húsið, það sé léleg nýting á opinberum fjármunum og að kosningaræður sem þessar skuli heldur fluttar innan landsfundarumgjarðarinnar. Forsetafrúin hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast og láta kynþáttafordóma aldrei ráða för, saga landsins hefði ekki alltaf verið falleg. Bandaríkjamenn væru ekki stoltir af öllu því sem gert hefði verið í fortíðinni, en hún lagði áherslu á að litið væri til framtíðar um leið og menn dregðu lærdóm af því sem liðið væri. Þá vottaði forsetafrúin samúð sína þeim sem ættu um sárt að binda vegna faraldurs kórónuveirunnar. Umfjöllun hennar um faraldurinn var jafnframt í nútíð, þ.e. að hann sé enn yfirstandandi. Það þykir greinendum vestanhafs eftirtektarvert því fyrri ræðumenn, eins og efnahagsráðgjafinn Larry Kudlow, hafi látið að hljóma eins og farsóttin sé vandamál fortíðar. Smittölur í Bandaríkjunum segja hins vegar aðra sögu. Að sama skapi hafi lítið verið um samúðarkveðjur á flokksþinginu til þessa. CNN slær því þannig upp að „loksins“ votti forsetafrúin samúð sína til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna faraldursins. Melania Trump hrósaði jafnframt eiginmanni sínum fyrir einlægni og sagði að hreinskilni væri það sem þjóðin ætti skilið frá forseta landsins. Bandaríkjaforseti segi það sem hann hugsar. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við Trump Bandaríkjaforseta heldur minni en við Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrata.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40
Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20