Vilhjálmur telur Arnfríði vanhæfa til að dæma mál hans í Landsrétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:56 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, telur einn dómara við Landsrétt vanhæfan vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi. Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi.
Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00