Skagamaður fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn á haugunum Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2020 12:25 Bergur var í ferð á endurvinnslustöðina Gámu á Akranesi þegar hann fann sinn gamla vin. Bergur Líndal Guðnason Skagamaðurinn Bergur Líndal Guðnason varð meira en lítið hissa þegar hann fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn – sem hann hélt að væri löngu týndur og tröllum gefinn – á endurvinnslustöðinni Gámu á Akranesi í gær. „Þetta var frekar magnað,“ segir Bergur í samtali við Vísi. „Ég mundi ekkert hvað hafði orðið um hann. Hann hefur endað á haugunum einhvern tímann. Ég komst að því að manneskjan sem henti honum á haugana nú hafði sjálf fundið gítarinn á haugunum fyrir einhverjum árum. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en gítarinn hefur því farið einhverja hringi á haugunum áður en ég sá hann í gær.“ Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit.Bergur Líndal Guðnason Bergur segir að hann hafi eignast gítarinn þegar hann var sjö, átta ára – einhverjum árum fyrir aldamót. „Þá var hann hins vegar þegar gamall, líklega frá 1970-og eittvað. Ég spilaði allavega alltaf á hann, en svo eignaðist ég aðra og hætti að spila á þennan sirka þrettán ára. Gítarinn endaði svo bara einhvers staðar – kannski í einhverri geymslu sem svo hefur verið hreinsað út úr og gítarinn þá endað á haugunum.“ Hafði hugsað sér að fá sér aftur klassískan Bergur segist hafa verið í vinnunni að fara ruslaferð með vinnufélaga mínum þegar hann sá glitta í gítarhaus upp úr einum gámnum. „Ég hafði verið að tala við félaga mína að ég vildi byrja spila á klassískan gítar aftur. Svo kem ég þarna, tek hann upp og segi: „Þetta er gamli gítarinn minn!““ Gítarsafn Bergs.Bergur Rauði liturinn á búknum Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit. Sömuleiðis hafi gamla gítarólin hans Bergs verið á sínum stað. Hann segist nú vera búinn að setja nýja strengi í gítarinn. En hvernig skyldi hann hljóma? „Ummm, svona lala,“ segir Bergur og skellir upp úr. Akranes Grín og gaman Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Skagamaðurinn Bergur Líndal Guðnason varð meira en lítið hissa þegar hann fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn – sem hann hélt að væri löngu týndur og tröllum gefinn – á endurvinnslustöðinni Gámu á Akranesi í gær. „Þetta var frekar magnað,“ segir Bergur í samtali við Vísi. „Ég mundi ekkert hvað hafði orðið um hann. Hann hefur endað á haugunum einhvern tímann. Ég komst að því að manneskjan sem henti honum á haugana nú hafði sjálf fundið gítarinn á haugunum fyrir einhverjum árum. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en gítarinn hefur því farið einhverja hringi á haugunum áður en ég sá hann í gær.“ Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit.Bergur Líndal Guðnason Bergur segir að hann hafi eignast gítarinn þegar hann var sjö, átta ára – einhverjum árum fyrir aldamót. „Þá var hann hins vegar þegar gamall, líklega frá 1970-og eittvað. Ég spilaði allavega alltaf á hann, en svo eignaðist ég aðra og hætti að spila á þennan sirka þrettán ára. Gítarinn endaði svo bara einhvers staðar – kannski í einhverri geymslu sem svo hefur verið hreinsað út úr og gítarinn þá endað á haugunum.“ Hafði hugsað sér að fá sér aftur klassískan Bergur segist hafa verið í vinnunni að fara ruslaferð með vinnufélaga mínum þegar hann sá glitta í gítarhaus upp úr einum gámnum. „Ég hafði verið að tala við félaga mína að ég vildi byrja spila á klassískan gítar aftur. Svo kem ég þarna, tek hann upp og segi: „Þetta er gamli gítarinn minn!““ Gítarsafn Bergs.Bergur Rauði liturinn á búknum Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit. Sömuleiðis hafi gamla gítarólin hans Bergs verið á sínum stað. Hann segist nú vera búinn að setja nýja strengi í gítarinn. En hvernig skyldi hann hljóma? „Ummm, svona lala,“ segir Bergur og skellir upp úr.
Akranes Grín og gaman Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira