Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2020 18:12 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks í Borgarnesi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Borgarverk átti lægsta boð en Vegagerðin ákvað í staðinn að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka, sem áttu næstlægsta boð. Sú ástæða var gefin að Borgarverk hefði ekki staðist kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. „Við föllumst á skýringar Vegagerðarinnar og erum sammála því mati þeirra að fram hjá þessum kröfum verður ekki komist. Borgarverk stóðst allar aðrar kröfur útboðsins, til dæmis eiginfjárkröfur og um heildarveltu fyrirtækisins. Það eina sem stóð út af er að fyrirtækið hefur ekki verið með verksamning sem er 50% af þessu tilboði okkar,“ segir Óskar. Borgarverk átti lægsta boðið af fjórum í fyrsta áfanga vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin ákvað að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Hann segir Borgarverk einn reynslumesta verktaka landsins í vegagerð og vill taka sérstaklega fram að sú ákvörðun Vegagerðarinnar að semja við Borgarverk um annað verk, fyrsta áfanga í Gufudalssveit, sé algerlega óháð niðurstöðu Dynjandisheiðarútboðsins. „Engin tenging er á milli Gufudalssveitar og Dynjandisheiðar. Gufudalssveit var boðin út á undan og búið að taka tilboði Borgarverks áður en tilboð voru opnuð í Dynjandisheiði,“ segir Óskar. Verkið í Gufudalssveit fellst í endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. „15. september verður byrjað á Gufudalssveit,“ segir Óskar en Borgarverk á að skila veginum tilbúnum með bundnu slitlagi eigi síðar en 15. júlí á næsta ári, eftir tíu mánuði. Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Borgarverk átti lægsta boð en Vegagerðin ákvað í staðinn að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka, sem áttu næstlægsta boð. Sú ástæða var gefin að Borgarverk hefði ekki staðist kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. „Við föllumst á skýringar Vegagerðarinnar og erum sammála því mati þeirra að fram hjá þessum kröfum verður ekki komist. Borgarverk stóðst allar aðrar kröfur útboðsins, til dæmis eiginfjárkröfur og um heildarveltu fyrirtækisins. Það eina sem stóð út af er að fyrirtækið hefur ekki verið með verksamning sem er 50% af þessu tilboði okkar,“ segir Óskar. Borgarverk átti lægsta boðið af fjórum í fyrsta áfanga vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin ákvað að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Hann segir Borgarverk einn reynslumesta verktaka landsins í vegagerð og vill taka sérstaklega fram að sú ákvörðun Vegagerðarinnar að semja við Borgarverk um annað verk, fyrsta áfanga í Gufudalssveit, sé algerlega óháð niðurstöðu Dynjandisheiðarútboðsins. „Engin tenging er á milli Gufudalssveitar og Dynjandisheiðar. Gufudalssveit var boðin út á undan og búið að taka tilboði Borgarverks áður en tilboð voru opnuð í Dynjandisheiði,“ segir Óskar. Verkið í Gufudalssveit fellst í endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. „15. september verður byrjað á Gufudalssveit,“ segir Óskar en Borgarverk á að skila veginum tilbúnum með bundnu slitlagi eigi síðar en 15. júlí á næsta ári, eftir tíu mánuði.
Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58
Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52