Réttarhöldunum frestað vegna kórónuveirunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. september 2020 12:00 Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum. AP/Francisco Seco Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. Vanessa Baraitster, dómarinn í málinu, sagði við viðstadda í morgun að lögmaðurinn færi í skimun fyrir lok vikunnar. Því væri hægt að halda áfram eftir helgi. Réttarhöldin hófust á mánudag og fjalla þau um framsalskröfu Bandaríkjamanna. Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum þar í landi í tengslum við birtingu á bandarískum leyniskjölum árið 2010 og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm. Áminntur í dómsal Þessi 49 ára gamli Ástrali fékk áminningu í dómsal í gær fyrir frammíköll þegar lögmaður Bandaríkjamanna yfirheyrði Clive Stafford-Smith, stofnanda mannréttindabaráttusamtakanna Reprieve og vitni í málinu. Stafford-Smith sagði að leyniskjölin sem WikiLeaks birtu meðal annars sýna fram á alvarleg brot Bandaríkjamanna, til dæmis varðandi drónaárásir í Pakistan. Við tók rifrildi vitnisins og lögmannsins um hvað ákæra Bandaríkjamanna snýst áður en Assange greip fram í og sagði, samkvæmt viðstöddum, að málflutningur bandaríska lögmannsins væri þvættingur. Paul Rogers, prófessor í friðarfræðum við Bradford-háskóla, bar sömuleiðis vitni í málinu í gær. Sagði útlit fyrir að réttarhöldin væru pólitísks eðlis. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði við fréttastofu á mánudag að alvarlegir vankantar væru á málinu, sem minnti frekar á sýndarréttarhöld í alræðisríki en framgang í rótgrónu lýðræðisríki. WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. Vanessa Baraitster, dómarinn í málinu, sagði við viðstadda í morgun að lögmaðurinn færi í skimun fyrir lok vikunnar. Því væri hægt að halda áfram eftir helgi. Réttarhöldin hófust á mánudag og fjalla þau um framsalskröfu Bandaríkjamanna. Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum þar í landi í tengslum við birtingu á bandarískum leyniskjölum árið 2010 og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm. Áminntur í dómsal Þessi 49 ára gamli Ástrali fékk áminningu í dómsal í gær fyrir frammíköll þegar lögmaður Bandaríkjamanna yfirheyrði Clive Stafford-Smith, stofnanda mannréttindabaráttusamtakanna Reprieve og vitni í málinu. Stafford-Smith sagði að leyniskjölin sem WikiLeaks birtu meðal annars sýna fram á alvarleg brot Bandaríkjamanna, til dæmis varðandi drónaárásir í Pakistan. Við tók rifrildi vitnisins og lögmannsins um hvað ákæra Bandaríkjamanna snýst áður en Assange greip fram í og sagði, samkvæmt viðstöddum, að málflutningur bandaríska lögmannsins væri þvættingur. Paul Rogers, prófessor í friðarfræðum við Bradford-háskóla, bar sömuleiðis vitni í málinu í gær. Sagði útlit fyrir að réttarhöldin væru pólitísks eðlis. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði við fréttastofu á mánudag að alvarlegir vankantar væru á málinu, sem minnti frekar á sýndarréttarhöld í alræðisríki en framgang í rótgrónu lýðræðisríki.
WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00