Ráðast í breytingar á „martröð endurvinnslumannsins“ Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2020 07:32 Alls eru um þrjár milljónir Pringles-staukar framleiddir í Evrópu á hverjum degi. Getty Framleiðslufyrirtæki kartöfluflagnanna Pringles ætla sér að ráðast í endurbætur á hinum sérstöku umbúðum eftir gagnrýni um að nær ómögulegt sé að endurvinna þær. BBC segir frá því að umbúðirnar hafi af umhverfissamtökum verið kallaðar „martröð endurvinnslumannsins“. Þær eru sérstök smíði þar sem botninn er úr málmi, lokið úr plasti, álfilmu er að finna undir lokinu og svo málmhúðaður pappastaukur. Forsvarsmenn Kellogg, framleiðanda Pringles, segja að prófanir með nýjar umbúðir standi nú yfir þó að sérfræðingar telji mögulega lausn ekki vera á þann veg að auðvelt yrði að endurvinna allar umbúðirnar. Um 90 prósent nýja stauksins er úr pappa og um 10 prósent er plastvörn sem ver flögurnar frá því að raki og súrefni komist í þær og skemmi bragðið. Svo sé verið að gera prófanir bæði með lok úr endurvinnanlegum pappa og plasti. Hönnun nýja stauksins hefur verið í þróun í einhverja tólf mánuði. Flögurnar eiga að þola um fimmtán mánuði í búðarhillum áður en bragðið fer að skemmast, en alls eru um þrjár milljónir Pringles-stauka framleiddir í Evrópu á hverjum degi. Umhverfismál Matur Sælgæti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki kartöfluflagnanna Pringles ætla sér að ráðast í endurbætur á hinum sérstöku umbúðum eftir gagnrýni um að nær ómögulegt sé að endurvinna þær. BBC segir frá því að umbúðirnar hafi af umhverfissamtökum verið kallaðar „martröð endurvinnslumannsins“. Þær eru sérstök smíði þar sem botninn er úr málmi, lokið úr plasti, álfilmu er að finna undir lokinu og svo málmhúðaður pappastaukur. Forsvarsmenn Kellogg, framleiðanda Pringles, segja að prófanir með nýjar umbúðir standi nú yfir þó að sérfræðingar telji mögulega lausn ekki vera á þann veg að auðvelt yrði að endurvinna allar umbúðirnar. Um 90 prósent nýja stauksins er úr pappa og um 10 prósent er plastvörn sem ver flögurnar frá því að raki og súrefni komist í þær og skemmi bragðið. Svo sé verið að gera prófanir bæði með lok úr endurvinnanlegum pappa og plasti. Hönnun nýja stauksins hefur verið í þróun í einhverja tólf mánuði. Flögurnar eiga að þola um fimmtán mánuði í búðarhillum áður en bragðið fer að skemmast, en alls eru um þrjár milljónir Pringles-stauka framleiddir í Evrópu á hverjum degi.
Umhverfismál Matur Sælgæti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira