John Daly með krabbamein og ætlar að taka upp heilsusamlegri lífsstíl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2020 17:30 Þegar mest lét reykti John Daly 40 sígarettur á dag. getty/Rey Del Rio John Daly, sem vann tvö risamót í golfi á sínum tíma, er með krabbamein í þvagblöðru. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en segir yfirgnæfandi líkur á að krabbameinið komi aftur. Hinn 54 ára Daly verður seint sakaður um að hafa lifað heilsusamlegu líferni í gegnum tíðina. Hann reykti 40 sígarettur og drakk 28 dósir af Diet Coke á dag. Þá er hann alkahólisti. Eftir að hafa leitað til læknis vegna nýrnasteina og bakverkja greindist Daly með krabbamein. Hann ætlar að breyta um lifnaðarhætti og vonast eftir kraftaverki. „Ég ætla að drekka miklu minna af Diet Coke og reyna að hætta að reykja. Læknarnir segja að það sé ekki of seint í rassinn gripið. Því miður er þetta krabbamein sem kemur aftur,“ sagði Daly. Hann segist ekki hræðast dauðann og ætlar að halda áfram að njóta lífsins og spila golf. „Ég er enn að vinna, lifa lífinu og gera það sem ég þarf að gera. Ég tekst á við þessa áskorun. Ég er ekki smeykur. Ég vil bara að börnin mín hafi það gott sem og allir í fjölskyldunni,“ sagði Daly. Hann vann PGA-meistaramótið 1991 og Opna breska meistaramótið fjórum árum síðar. Þá hefur Daly unnið fimm mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
John Daly, sem vann tvö risamót í golfi á sínum tíma, er með krabbamein í þvagblöðru. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en segir yfirgnæfandi líkur á að krabbameinið komi aftur. Hinn 54 ára Daly verður seint sakaður um að hafa lifað heilsusamlegu líferni í gegnum tíðina. Hann reykti 40 sígarettur og drakk 28 dósir af Diet Coke á dag. Þá er hann alkahólisti. Eftir að hafa leitað til læknis vegna nýrnasteina og bakverkja greindist Daly með krabbamein. Hann ætlar að breyta um lifnaðarhætti og vonast eftir kraftaverki. „Ég ætla að drekka miklu minna af Diet Coke og reyna að hætta að reykja. Læknarnir segja að það sé ekki of seint í rassinn gripið. Því miður er þetta krabbamein sem kemur aftur,“ sagði Daly. Hann segist ekki hræðast dauðann og ætlar að halda áfram að njóta lífsins og spila golf. „Ég er enn að vinna, lifa lífinu og gera það sem ég þarf að gera. Ég tekst á við þessa áskorun. Ég er ekki smeykur. Ég vil bara að börnin mín hafi það gott sem og allir í fjölskyldunni,“ sagði Daly. Hann vann PGA-meistaramótið 1991 og Opna breska meistaramótið fjórum árum síðar. Þá hefur Daly unnið fimm mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum.
Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira