Neymar segist hafa verið kallaður „andskotans api“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 09:00 Neymar brjálaðist við orð Alvaro Gonzalez í leik Paris Saint-Germain og Olympique Marseille í gærkvöldi. EPA-EFE/Julien de Rosa Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór mikinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að hafa fyrr um kvöldið verið einn af fimm leikmönnum sem fengu rauða spjaldið í uppbótatíma í leik Paris Saint Germain og Marseille. Neymar fannst óréttlætið mikið enda var hann rekinn af velli en upphafsmaðurinn, að hans mati, kláraði aftur á móti leikinn. Neymar var rekinn af velli fyrir að slá Alvaro Gonzalez, spænskan varnarmann hjá Marseille. Dómarar skoðuðu Varsjána til að ákveða refsingarnar eftir að allt varð vitlaust í lokin. Fimm leikmenn yfirgáfu völlinn með rautt spjald og fullt af gulum spjöldum fór líka á loft. It's 2020. How is this still happening... https://t.co/q7pXVIlnv1— SPORTbible (@sportbible) September 14, 2020 Neymar talaði strax um það að hafa orðið fyrir kynþáttarníði þegar hann gekk framhjá fjórða dómara leiksins á leið sinni af velli. Lýsendur á Telefoot héldu því fram að Gonzalez hefði kallað Neymar „skítugan apa“ en Neymar sagði síðan sjálfur alla söguna á Twitter reikningi sínum. Neymar sagði að Alvaro Gonzalez hefði kallað hann „Mono hijo de puta“ eða „andskotans apa“ en það má sjá færslu Neymar hér fyrir neðan. VAR pegar a minha agressão é mole ... agora eu quero ver pegar a imagem do racista me chamando de MONO HIJO DE PUTA (macaco filha da puta)... isso eu quero ver! E aí? CARRETILHA vc me pune.. CASCUDO sou expulso... e eles? E aí ?— Neymar Jr (@neymarjr) September 13, 2020 „Varsjáin átti ekki vandræðum með að sjá hvað ég gerði en núna vil ég sjá eitthvað gert í því að rasisti kallaði mig ‚andskotans apa'. Það vil ég sjá. Hvað er eiginlega í gangi? Svo refsið þig mér. Hvað með þá? Hvað er í gangi?,“ skrifaði Neymar. Tveir liðsfélagar Neymar, Leandro Paredes og Layvin Kurzawa, fengu líka rauða spjaldið sem og þeir Jordan Amavi og Dario Benedetto hjá Marseille. Alvaro Gonzalez kláraði aftur á móti leikinn. Eina mark leiksins skoraði Florian Thauvin fyrir Marseille og tryggði liðinu dýrmætan sigur. Franski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór mikinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að hafa fyrr um kvöldið verið einn af fimm leikmönnum sem fengu rauða spjaldið í uppbótatíma í leik Paris Saint Germain og Marseille. Neymar fannst óréttlætið mikið enda var hann rekinn af velli en upphafsmaðurinn, að hans mati, kláraði aftur á móti leikinn. Neymar var rekinn af velli fyrir að slá Alvaro Gonzalez, spænskan varnarmann hjá Marseille. Dómarar skoðuðu Varsjána til að ákveða refsingarnar eftir að allt varð vitlaust í lokin. Fimm leikmenn yfirgáfu völlinn með rautt spjald og fullt af gulum spjöldum fór líka á loft. It's 2020. How is this still happening... https://t.co/q7pXVIlnv1— SPORTbible (@sportbible) September 14, 2020 Neymar talaði strax um það að hafa orðið fyrir kynþáttarníði þegar hann gekk framhjá fjórða dómara leiksins á leið sinni af velli. Lýsendur á Telefoot héldu því fram að Gonzalez hefði kallað Neymar „skítugan apa“ en Neymar sagði síðan sjálfur alla söguna á Twitter reikningi sínum. Neymar sagði að Alvaro Gonzalez hefði kallað hann „Mono hijo de puta“ eða „andskotans apa“ en það má sjá færslu Neymar hér fyrir neðan. VAR pegar a minha agressão é mole ... agora eu quero ver pegar a imagem do racista me chamando de MONO HIJO DE PUTA (macaco filha da puta)... isso eu quero ver! E aí? CARRETILHA vc me pune.. CASCUDO sou expulso... e eles? E aí ?— Neymar Jr (@neymarjr) September 13, 2020 „Varsjáin átti ekki vandræðum með að sjá hvað ég gerði en núna vil ég sjá eitthvað gert í því að rasisti kallaði mig ‚andskotans apa'. Það vil ég sjá. Hvað er eiginlega í gangi? Svo refsið þig mér. Hvað með þá? Hvað er í gangi?,“ skrifaði Neymar. Tveir liðsfélagar Neymar, Leandro Paredes og Layvin Kurzawa, fengu líka rauða spjaldið sem og þeir Jordan Amavi og Dario Benedetto hjá Marseille. Alvaro Gonzalez kláraði aftur á móti leikinn. Eina mark leiksins skoraði Florian Thauvin fyrir Marseille og tryggði liðinu dýrmætan sigur.
Franski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira