Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 13:30 Hvernig verður byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi skipað? vísir/vilhelm Í Pepsi Max mörkum kvenna í gær brugðu sérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sér í hlutverk landsliðsþjálfara og völdu sitt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM annað kvöld. Athygli vakti að sérfræðingarnir völdu báðir Sveindísi Jane Jónsdóttir, annan tveggja nýliða í íslenska hópnum, í sitt byrjunarlið. Annars voru þau nokkuð ólík. Bára stillti upp í leikkerfið 4-3-3 en Kristín í 3-5-2. „Sara [Björk Gunnarsdóttir] er öftust á miðjunni með tvo mjög skapandi miðjumenn fyrir framan sig [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur] því við ætlum að vera sóknarsinnaðar í þessum leik,“ sagði Bára. „Svava Rós [Guðmundsdóttir] er vinstra megin og Elín Metta Jensen og Sveindís sem er tvíeyki sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá saman í sókninni.“ Byrjunarlið Báru.vísir/stöð 2 sport Bára ákvað að veðja á reynsluna og vera með Söndru Sigurðardóttur í markinu. Kristín valdi hins vegar hina sautján ára Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. „Mér finnst hún vera tilbúin að taka þetta og ég vil bara hafa hana í markinu nú og síðar,“ sagði Kristín sem stillti upp mjög reynslumikilli miðju með þær Söru Björk, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Þetta er landsliðsverkefni og það eru tveir leikir framundan. Ég ætla því að nota þennan leik til að undirbúa Svíaleikinn. Hann verður erfiðasti leikur sem við höfum spilað lengi og ég vil nota allan tímann til að undirbúa mig fyrir hann.“ Byrjunarlið Kristínar.vísir/stöð 2 sport Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um byrjunarlið sérfræðinganna og um leikinn gegn Lettum. Hann hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18:15. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um landsliðið EM 2021 í Englandi Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Í Pepsi Max mörkum kvenna í gær brugðu sérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sér í hlutverk landsliðsþjálfara og völdu sitt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM annað kvöld. Athygli vakti að sérfræðingarnir völdu báðir Sveindísi Jane Jónsdóttir, annan tveggja nýliða í íslenska hópnum, í sitt byrjunarlið. Annars voru þau nokkuð ólík. Bára stillti upp í leikkerfið 4-3-3 en Kristín í 3-5-2. „Sara [Björk Gunnarsdóttir] er öftust á miðjunni með tvo mjög skapandi miðjumenn fyrir framan sig [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur] því við ætlum að vera sóknarsinnaðar í þessum leik,“ sagði Bára. „Svava Rós [Guðmundsdóttir] er vinstra megin og Elín Metta Jensen og Sveindís sem er tvíeyki sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá saman í sókninni.“ Byrjunarlið Báru.vísir/stöð 2 sport Bára ákvað að veðja á reynsluna og vera með Söndru Sigurðardóttur í markinu. Kristín valdi hins vegar hina sautján ára Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. „Mér finnst hún vera tilbúin að taka þetta og ég vil bara hafa hana í markinu nú og síðar,“ sagði Kristín sem stillti upp mjög reynslumikilli miðju með þær Söru Björk, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Þetta er landsliðsverkefni og það eru tveir leikir framundan. Ég ætla því að nota þennan leik til að undirbúa Svíaleikinn. Hann verður erfiðasti leikur sem við höfum spilað lengi og ég vil nota allan tímann til að undirbúa mig fyrir hann.“ Byrjunarlið Kristínar.vísir/stöð 2 sport Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um byrjunarlið sérfræðinganna og um leikinn gegn Lettum. Hann hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18:15. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um landsliðið
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira