Skráði sig fyrir stórum hlut í Icelandair Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. september 2020 15:45 Ballarin hefur skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair samkvæmt talsmanni hennar hér á landi. Vísir/Baldur Hrafnkell Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Ballarin kom til landsins á þriðjudag í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair sem hófst í gær og lauk klukkan fjögur í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í dag upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingur þeirra upphæðar sem verið er að reyna afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin yrði þá stærsti einstaki hluthafinn en heimildir fréttastofu herma að hún vonist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. „Mér finnst nú ekki rétt að ég sé að staðfesta ákveðna tölu en hún kom nú ekki hingað til að vera með minniháttar þátttöku þannig það er vissulega verið að tala um háar fjárhæðir sem hún er að spá í og ef til vill er nú þegar búin að sækjast eftir,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi. Hún hafi lengi haft áhuga á Íslandi sem samgöngumiðstöð vegna landfræðilegrar legu landsins og eigi nú þegar vörumerkið WOW air. „Núna þegar Icelandair er líka í vandræðum og hún hefur fjárhagslegar aðstæður til að taka þátt í að leysa slíkan vanda þá er eðlilegt að hún hugsi með sér hvort hún geti með einhverjum hætti slegið þessu saman,“ segir Gunnar Steinn. Fréttin hefur verið uppfærð. WOW Air Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Ballarin kom til landsins á þriðjudag í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair sem hófst í gær og lauk klukkan fjögur í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í dag upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingur þeirra upphæðar sem verið er að reyna afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin yrði þá stærsti einstaki hluthafinn en heimildir fréttastofu herma að hún vonist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. „Mér finnst nú ekki rétt að ég sé að staðfesta ákveðna tölu en hún kom nú ekki hingað til að vera með minniháttar þátttöku þannig það er vissulega verið að tala um háar fjárhæðir sem hún er að spá í og ef til vill er nú þegar búin að sækjast eftir,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi. Hún hafi lengi haft áhuga á Íslandi sem samgöngumiðstöð vegna landfræðilegrar legu landsins og eigi nú þegar vörumerkið WOW air. „Núna þegar Icelandair er líka í vandræðum og hún hefur fjárhagslegar aðstæður til að taka þátt í að leysa slíkan vanda þá er eðlilegt að hún hugsi með sér hvort hún geti með einhverjum hætti slegið þessu saman,“ segir Gunnar Steinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
WOW Air Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira