Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 18:30 KR er úr leik í Evrópu þetta árið. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League]. Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League].
Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00
Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30