Starfandi forseti dregur framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 15:33 Añez kynnti ákvörðun sína um að draga framboðið til baka í myndbandi á samfélagsmiðlum í gær. AP/Juan Karita Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær. Skoðanakannanir sýndu að hún væri í fjórða sæti frambjóðenda og sagðist Añez vilja hjálpa til við að sameina hægri væng stjórnmálanna og koma í veg fyrir að vinstrimaðurinn Luis Arce verði forseti. Kosið verður til forseta í Bólivíu 18. október. Añez hefur gegnt embætti forseta frá því að Evó Morales hrökklaðist frá völdum í skugga mikilla mótmæla eftir umdeildar kosningar í nóvember í fyrra. Hún lofaði í fyrstu að boða fljótt til kosninga en það hefur dregist þar til nú. „Ég er að þessu vegna þess að það er hætta á að atkvæðin dreifist á nokkra frambjóðendur. Þetta er ekki fórn, þetta er heiður,“ sagði Añez í ávarpi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Arce, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Morales, mælist nú með forskot í skoðanakönnunum með um 40% fylgi. Gengi það eftir yrði hann kjörinn forseti. Með brotthvarfi Añez eru nú aðeins tveir raunhæfir frambjóðendur úr röðum hægrimanna sem gætu nú brúað bilið í Arce. New York Times segir að Añez hafi bakað sér óvinsældir, meðal annars með harðlínustefnu gegn Sósíalistahreyfingar Morales sem var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum. Stuðningur frumbyggja við flokkinn hefur farið vaxandi í tíð starfandi forsetans. Þá hjálpaði það Añez ekki að hún sveik loforð um að taka aðeins við embættinu í skamman tíma áður en hægt væri að kjósa nýjan forseta. Añez lýsti sjálfa sig forseta eftir brotthvarf Morales í nóvember í fyrra. Hélt hún á lofti eintaki af Biblíunni. Sem forseti hefur hún komið kaþólskum táknum inn í ríkisathafnir.AP/Juan Karita Viðbrögð ríkisstjórnar hennar við kórónuveirufaraldrinum og efnahagskreppa sem honum fylgdi hafi svo sökkt Añez endanlega. Hún mældist aðeins með um 10% stuðning í skoðanakönnun sem var birt daginn áður en Añez dró sig í hlé. Morales sjálfur er nú í útlegð en bólivísk yfirvöld ákærðu hann fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök halda því fram á ákærunar byggi ekki á sönnunargögnum og eigi sér pólitískar rætur. Bólivíska dómsmálaráðuneytið ákærði Morales einnig fyrir nauðgun og mansal í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa átt í sambandi við táningsstúlku sem hafi ferðast með honum í opinberar heimsóknir. Bólivía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40 Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær. Skoðanakannanir sýndu að hún væri í fjórða sæti frambjóðenda og sagðist Añez vilja hjálpa til við að sameina hægri væng stjórnmálanna og koma í veg fyrir að vinstrimaðurinn Luis Arce verði forseti. Kosið verður til forseta í Bólivíu 18. október. Añez hefur gegnt embætti forseta frá því að Evó Morales hrökklaðist frá völdum í skugga mikilla mótmæla eftir umdeildar kosningar í nóvember í fyrra. Hún lofaði í fyrstu að boða fljótt til kosninga en það hefur dregist þar til nú. „Ég er að þessu vegna þess að það er hætta á að atkvæðin dreifist á nokkra frambjóðendur. Þetta er ekki fórn, þetta er heiður,“ sagði Añez í ávarpi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Arce, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Morales, mælist nú með forskot í skoðanakönnunum með um 40% fylgi. Gengi það eftir yrði hann kjörinn forseti. Með brotthvarfi Añez eru nú aðeins tveir raunhæfir frambjóðendur úr röðum hægrimanna sem gætu nú brúað bilið í Arce. New York Times segir að Añez hafi bakað sér óvinsældir, meðal annars með harðlínustefnu gegn Sósíalistahreyfingar Morales sem var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum. Stuðningur frumbyggja við flokkinn hefur farið vaxandi í tíð starfandi forsetans. Þá hjálpaði það Añez ekki að hún sveik loforð um að taka aðeins við embættinu í skamman tíma áður en hægt væri að kjósa nýjan forseta. Añez lýsti sjálfa sig forseta eftir brotthvarf Morales í nóvember í fyrra. Hélt hún á lofti eintaki af Biblíunni. Sem forseti hefur hún komið kaþólskum táknum inn í ríkisathafnir.AP/Juan Karita Viðbrögð ríkisstjórnar hennar við kórónuveirufaraldrinum og efnahagskreppa sem honum fylgdi hafi svo sökkt Añez endanlega. Hún mældist aðeins með um 10% stuðning í skoðanakönnun sem var birt daginn áður en Añez dró sig í hlé. Morales sjálfur er nú í útlegð en bólivísk yfirvöld ákærðu hann fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök halda því fram á ákærunar byggi ekki á sönnunargögnum og eigi sér pólitískar rætur. Bólivíska dómsmálaráðuneytið ákærði Morales einnig fyrir nauðgun og mansal í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa átt í sambandi við táningsstúlku sem hafi ferðast með honum í opinberar heimsóknir.
Bólivía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40 Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40
Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47