Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2020 23:05 Geimfararnir Bob Behnken (t.h.) og Doug Hurley (t.v.) urðu fyrir valinu í jómfrúarferð Dragon-geimferju SpaceX með menn innanborðs. Báðir eru þeir hoknir af reynslu í geimferðum og eru giftir geimförum. AP/Alex Gallardo Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. Dragon-geimferja SpaceX á að hafa sig á loft frá Canaveral-höfða á Flórída 27. maí. Henni verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug sama fyrirtækis og verður stefnan tekin á Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Eftir að geimskutluáætluninni lauk árið 2011 hafa Bandaríkjamenn þurft að reiða sig á Soyuz-geimferjur Rússa til að koma geimförum til og frá geimstöðinni. NASA samdi við SpaceX og Boeing um að smíða geimferjur sem gætu flutt menn. Ferðin í næsta mánuði verður fyrsta mannaða geimferð SpaceX. Um borð verða tveir reyndir geimfarar, þeir Bob Behnken og Doug Hurley. Sá síðarnefndi flaug með síðustu bandarísku geimskutlunni árið 2011. LAUNCH UPDATE: Our first crewed @SpaceX mission with @AstroBehnken and @Astro_Doug is set for liftoff May 27 at 4:32pm ET from @NASAKennedy.@NASA_Astronauts will once again launch on American-made rockets from American soil. Get ready to #LaunchAmerica: https://t.co/kMRxVZ6KgE pic.twitter.com/DZ0HJcwcDB— NASA (@NASA) April 17, 2020 Boeing hefur átt í erfiðleikum með Starliner-geimferju sína. Í tilraunaflugi hennar í desember tókst ferjunni ekki að tengjast Alþjóðalegu geimstöðinni. Til stendur að prófa ferjuna aftur án geimfara áður en haldið verður áfram með áform um mannaðar ferðir. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Behnken og Hurley verða um borð í geimstöðinni. Washington Post segir líklegt að dvöl þeirra verði framlengd frá því sem upphaflega var áætlað vegna tafa og vandræða við mannaðar ferðir SpaceX og Boeing. Geimurinn Tækni SpaceX Boeing Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. Dragon-geimferja SpaceX á að hafa sig á loft frá Canaveral-höfða á Flórída 27. maí. Henni verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug sama fyrirtækis og verður stefnan tekin á Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Eftir að geimskutluáætluninni lauk árið 2011 hafa Bandaríkjamenn þurft að reiða sig á Soyuz-geimferjur Rússa til að koma geimförum til og frá geimstöðinni. NASA samdi við SpaceX og Boeing um að smíða geimferjur sem gætu flutt menn. Ferðin í næsta mánuði verður fyrsta mannaða geimferð SpaceX. Um borð verða tveir reyndir geimfarar, þeir Bob Behnken og Doug Hurley. Sá síðarnefndi flaug með síðustu bandarísku geimskutlunni árið 2011. LAUNCH UPDATE: Our first crewed @SpaceX mission with @AstroBehnken and @Astro_Doug is set for liftoff May 27 at 4:32pm ET from @NASAKennedy.@NASA_Astronauts will once again launch on American-made rockets from American soil. Get ready to #LaunchAmerica: https://t.co/kMRxVZ6KgE pic.twitter.com/DZ0HJcwcDB— NASA (@NASA) April 17, 2020 Boeing hefur átt í erfiðleikum með Starliner-geimferju sína. Í tilraunaflugi hennar í desember tókst ferjunni ekki að tengjast Alþjóðalegu geimstöðinni. Til stendur að prófa ferjuna aftur án geimfara áður en haldið verður áfram með áform um mannaðar ferðir. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Behnken og Hurley verða um borð í geimstöðinni. Washington Post segir líklegt að dvöl þeirra verði framlengd frá því sem upphaflega var áætlað vegna tafa og vandræða við mannaðar ferðir SpaceX og Boeing.
Geimurinn Tækni SpaceX Boeing Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira