Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 13:08 Flugvélin á flugi yfir borginni. Aðsend Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. Um er að ræða nýja flugvél á vegum íslenska flugfélagsins Air Atlanta, sem fékk leyfi til að fljúga henni lágt yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi áður en henni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 747-412F og kom til landsins frá Chicago í Bandaríkjunum. Fréttastofa hefur fengið fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag. Þá hafa til dæmis íbúar í Norðlingaholti velt vöngum yfir lágfluginu í hverfishóp á Facebook. Þeir lýsa því margir að allt hafi nötrað þegar flugvélin fór yfir – og þá hafi hún verið helst til nálægt jörðu. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var flugvélin þó talin yfir lágmarkshæð á flugi sínu. Leið þotunnar yfir borginni sést hér á skjáskoti af FlightRadar. Íbúar í Vesturbænum og miðbænum urðu sömuleiðis sumir hverjir varir við vélina þar sem hún flaug lágt yfir Reykjavíkurflugvelli án þess að lenda. Starfsmaður Háskóla Íslands fylgdist með út um skrifstofugluggann. „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur,“ segir starfsmaðurinn í Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Aðrir segjast búa í grennd við flugvöllinn en ekki hafa heyrt neitt. Fréttateymi Reykjavík Grapevine var að taka upp stuttan fréttaþátt fyrir YouTube-rás sína í Vesturbæ Reykjavíkur þegar flugvélin birtist óvænt. Myndband af vélinni á flugi yfir Vesturbænum má sjá hér fyrir neðan. Flugu hring til að gleðja starfsmenn Samkvæmt upplýsingum af FlightRadar kom vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, frá Chicago í Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 13. Sigurður Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Air Atlanta segir í samtali við Vísi að flugvélar félagsins komi afar sjaldan til landsins. Félagið reyni því iðulega að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst til. „Það kom gluggi í dag og við fengum leyfi. Flugmennirnir tóku því þennan hring, okkur öllum til mikillar ánægju,“ segir Sigurður. Síðast var flugvél Air Atlanta flogið í lágflugi yfir borgina af sama tilefni árið 2015. Það vakti einnig talsverða athygli, að sögn Sigurðar. Þá telur hann ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll tilskilin og hefðbundin leyfi hafi fengist. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Air Atlanta. Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Air Atlanta Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. Um er að ræða nýja flugvél á vegum íslenska flugfélagsins Air Atlanta, sem fékk leyfi til að fljúga henni lágt yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi áður en henni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 747-412F og kom til landsins frá Chicago í Bandaríkjunum. Fréttastofa hefur fengið fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag. Þá hafa til dæmis íbúar í Norðlingaholti velt vöngum yfir lágfluginu í hverfishóp á Facebook. Þeir lýsa því margir að allt hafi nötrað þegar flugvélin fór yfir – og þá hafi hún verið helst til nálægt jörðu. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var flugvélin þó talin yfir lágmarkshæð á flugi sínu. Leið þotunnar yfir borginni sést hér á skjáskoti af FlightRadar. Íbúar í Vesturbænum og miðbænum urðu sömuleiðis sumir hverjir varir við vélina þar sem hún flaug lágt yfir Reykjavíkurflugvelli án þess að lenda. Starfsmaður Háskóla Íslands fylgdist með út um skrifstofugluggann. „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur,“ segir starfsmaðurinn í Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Aðrir segjast búa í grennd við flugvöllinn en ekki hafa heyrt neitt. Fréttateymi Reykjavík Grapevine var að taka upp stuttan fréttaþátt fyrir YouTube-rás sína í Vesturbæ Reykjavíkur þegar flugvélin birtist óvænt. Myndband af vélinni á flugi yfir Vesturbænum má sjá hér fyrir neðan. Flugu hring til að gleðja starfsmenn Samkvæmt upplýsingum af FlightRadar kom vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, frá Chicago í Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 13. Sigurður Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Air Atlanta segir í samtali við Vísi að flugvélar félagsins komi afar sjaldan til landsins. Félagið reyni því iðulega að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst til. „Það kom gluggi í dag og við fengum leyfi. Flugmennirnir tóku því þennan hring, okkur öllum til mikillar ánægju,“ segir Sigurður. Síðast var flugvél Air Atlanta flogið í lágflugi yfir borgina af sama tilefni árið 2015. Það vakti einnig talsverða athygli, að sögn Sigurðar. Þá telur hann ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll tilskilin og hefðbundin leyfi hafi fengist. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Air Atlanta.
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Air Atlanta Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira