Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 15:53 Navalní birti mynd af sér og konu sinni Júlíu á samfélagsmiðli í dag. Hann er að braggast eftir eitrunina en læknar segja of snemmt að meta hvort hún hafi langtímaáhrif á heilsu hans. AP/Alexei Navalní Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. Fötin telur hann lykilsönnunargögn í rannsókn á hver byrlaði honum eitrið. Navalní er nú á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna sem grunaði strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk yfirvöld hafa ekki talið ástæðu til að rannsaka veikindi Navalní sem sakamál. Í bloggfærslu í dag skrifaði Navalní að novichok hafi bæði fundist „í og á“ líkama hans. Fötin sem hann var í þegar hann var færður á sjúkrahús í Síberíu í ágúst og voru tekin af honum væru því mikilvæg sönnunargögn, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Ég krefst þess að fötunum mínum verði pakkað varlega í plastpoka og þeim skilað til mína,“ skrifaði Navalní sem hefur verið í fararbroddi í gagnrýni á ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og spillingu í Rússlandi undanfarin ár. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sama taugaeitrinu og rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans var byrlað í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu. Navalní gangrýndi rússnesk yfirvöld harðlega fyrir að hefja ekki sakamálarannsókn á eiturárásinni í blöggfærslunni. „Það er ekkert sakamál í Rússland, það er „bráðabirgðaskoðun varðandi sjúkrahússinnlögn“. Það er eins og ég hafi ekki fallið í dá í flugvél heldur hafi ég hrasað í stórmarkaði og fótbrotið mig,“ skrifaði Navalní. Rússnesk yfirvöld hafa á móti krafist þess að fá upplýsingar um hvers konar rannsóknir hafi verið gerðar á Navalní í Þýskalandi og þvertekið fyrir að stjórnvöld í Kreml hafi haft nokkuð með veikindi Navalní að gera. Fjöldi stjórnarandstæðinga, blaðamanna og pólitískra andstæðinga Pútín forseta hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður á um tuttugu ára langri stjórnartíð hans. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Þýskaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. Fötin telur hann lykilsönnunargögn í rannsókn á hver byrlaði honum eitrið. Navalní er nú á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna sem grunaði strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk yfirvöld hafa ekki talið ástæðu til að rannsaka veikindi Navalní sem sakamál. Í bloggfærslu í dag skrifaði Navalní að novichok hafi bæði fundist „í og á“ líkama hans. Fötin sem hann var í þegar hann var færður á sjúkrahús í Síberíu í ágúst og voru tekin af honum væru því mikilvæg sönnunargögn, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Ég krefst þess að fötunum mínum verði pakkað varlega í plastpoka og þeim skilað til mína,“ skrifaði Navalní sem hefur verið í fararbroddi í gagnrýni á ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og spillingu í Rússlandi undanfarin ár. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sama taugaeitrinu og rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans var byrlað í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu. Navalní gangrýndi rússnesk yfirvöld harðlega fyrir að hefja ekki sakamálarannsókn á eiturárásinni í blöggfærslunni. „Það er ekkert sakamál í Rússland, það er „bráðabirgðaskoðun varðandi sjúkrahússinnlögn“. Það er eins og ég hafi ekki fallið í dá í flugvél heldur hafi ég hrasað í stórmarkaði og fótbrotið mig,“ skrifaði Navalní. Rússnesk yfirvöld hafa á móti krafist þess að fá upplýsingar um hvers konar rannsóknir hafi verið gerðar á Navalní í Þýskalandi og þvertekið fyrir að stjórnvöld í Kreml hafi haft nokkuð með veikindi Navalní að gera. Fjöldi stjórnarandstæðinga, blaðamanna og pólitískra andstæðinga Pútín forseta hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður á um tuttugu ára langri stjórnartíð hans.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Þýskaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33
Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41
Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38