Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 11:22 Fjárlagafrumvarp fylgir haustinu eins og svo margt fleira. Þessi mynd var tekin í haustsól í Reykjavík á dögunum. Vísir/Vilhelm Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þrepa skattkerfi. Hækkun persónuafsláttar í fyrra skilar heimilunum tæpum tveimur milljörðum á ári. Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðherra með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021. „Skattar verða 34 milljörðum króna lægri á næsta ári en þeir hefðu orðið ef ekki hefðu komið til ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattbreytingar frá árinu 2017,“ segir í kynningunni. Sérstakar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins lækki að auki tekjur ríkissjóðs um rúmlega 17 milljarða á næsta ári og verða því skattar á árinu 2021 tæpum 52 milljörðum lægri en þeir hefðu orðið án breytinga frá árinu 2017. Tryggingagjald lækkað „Skattbreytingar síðustu ára hafa falið í sér endurskoðun á skattkerfinu með það fyrir augum að auka ráðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar.“ Tryggingagjald hefur einnig verið lækkað á kjörtímabilinu og verður skattbyrði fyrirtækja átta milljörðum króna minni á næsta ári en ella hefði orðið. „Er þá ótalin fyrirhuguð tímabundin lækkun tryggingagjalds til að mæta áhrifum launahækkana samkvæmt Lífskjarasamningnum. Einnig hefur verið tvöfölduð upphæð rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja sem endurgreidd er af ríkinu.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sú áhersla sem ríkisstjórnin hafi lagt á umhverfisvernd og á að takmarka kolefnislosun endurspeglist í endurskoðun einstakra skatta. Breytingar hjálpi eignaminni dánarbúum „Kolefnisgjald hefur hækkað markvert á kjörtímabilinu og lagður hefur verið skattur á losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda en um leið gefinn eftir virðisaukaskattur af kaupum á vistvænum ökutækjum, hjólum og heimahleðslustöðvum.“ Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að frítekjumark erfðafjárskatts verði hækkað en áætlað er að við það muni álögur minnka um 500 milljónir króna árið 2021 sem gagnist eignaminni dánarbúum best. „Þá er verið að leggja lokahönd á endurskoðun stofns fjármagnstekjuskatts. Að lokum er gert er ráð fyrir að nýir eða auknir skattastyrkir til að styðja við félög sem starfa í þágu almannaheilla í svokölluðum þriðja geira kosti ríkissjóð um 2,1 ma.kr.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þrepa skattkerfi. Hækkun persónuafsláttar í fyrra skilar heimilunum tæpum tveimur milljörðum á ári. Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðherra með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021. „Skattar verða 34 milljörðum króna lægri á næsta ári en þeir hefðu orðið ef ekki hefðu komið til ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattbreytingar frá árinu 2017,“ segir í kynningunni. Sérstakar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins lækki að auki tekjur ríkissjóðs um rúmlega 17 milljarða á næsta ári og verða því skattar á árinu 2021 tæpum 52 milljörðum lægri en þeir hefðu orðið án breytinga frá árinu 2017. Tryggingagjald lækkað „Skattbreytingar síðustu ára hafa falið í sér endurskoðun á skattkerfinu með það fyrir augum að auka ráðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar.“ Tryggingagjald hefur einnig verið lækkað á kjörtímabilinu og verður skattbyrði fyrirtækja átta milljörðum króna minni á næsta ári en ella hefði orðið. „Er þá ótalin fyrirhuguð tímabundin lækkun tryggingagjalds til að mæta áhrifum launahækkana samkvæmt Lífskjarasamningnum. Einnig hefur verið tvöfölduð upphæð rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja sem endurgreidd er af ríkinu.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sú áhersla sem ríkisstjórnin hafi lagt á umhverfisvernd og á að takmarka kolefnislosun endurspeglist í endurskoðun einstakra skatta. Breytingar hjálpi eignaminni dánarbúum „Kolefnisgjald hefur hækkað markvert á kjörtímabilinu og lagður hefur verið skattur á losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda en um leið gefinn eftir virðisaukaskattur af kaupum á vistvænum ökutækjum, hjólum og heimahleðslustöðvum.“ Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að frítekjumark erfðafjárskatts verði hækkað en áætlað er að við það muni álögur minnka um 500 milljónir króna árið 2021 sem gagnist eignaminni dánarbúum best. „Þá er verið að leggja lokahönd á endurskoðun stofns fjármagnstekjuskatts. Að lokum er gert er ráð fyrir að nýir eða auknir skattastyrkir til að styðja við félög sem starfa í þágu almannaheilla í svokölluðum þriðja geira kosti ríkissjóð um 2,1 ma.kr.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira