Þrjátíu punda náttúrulausir urriðar á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 20:00 Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi, sem var staddur á Þingvöllum í gær í góða veðrinu ásamt fjölda fólks til að fylgjast með Urriðanum í Öxará. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira