Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 23:30 Bandarísku tæknirisarnir fjórir eru sagðir vera á meðal þeirra fyrirtækja sem ESB horfir til. Getty/Chesnot Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að tæknirisar á borð við Facebook, Google, Apple og Amazon geti búist við því að harðari reglur muni gilda um starfsemi þessara fyrirtækja en smærri samkeppnisaðila þeirra. Tilgangurinn er að sögn Financial Times að stemma stigu við markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sem hafa vaxið gríðarlega undanfarna tvo áratugi eða svo samhliða aukinni tækni- og internetnotkun. Fyrirtækin fjögur sem nefnd eru hér að ofan eru ekki þau einu sem Evrópusambandið er sagt vera með á lista, sem sagður er að muni innihalda allt að tuttugu stór tæknifyrirtæki. Listinn er sagður vera útbúinn út frá viðmiðum um ákveðið mikla markaðshlutdeild og ákveðinn fjölda notenda svo dæmi séu tekin. Blaðið greinir frá því að endanlegur listi sé ekki tilbúinn. Þá eigi einnig eftir að negla niður hvaða viðmið fyrirtæki þurfi að uppfylla til þess að komast á téðan lista. Meðal aðgerða sem fyrirtækin munu þurfa að þola nái hinar nýju og strangari reglur fram að ganga eru kvaðir um upplýsingagjöf til samkeppnisaðila og meira gagnsæi á því hvernig upplýsingum er safnað um notendur. Evrópusambandið Amazon Facebook Google Apple Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að tæknirisar á borð við Facebook, Google, Apple og Amazon geti búist við því að harðari reglur muni gilda um starfsemi þessara fyrirtækja en smærri samkeppnisaðila þeirra. Tilgangurinn er að sögn Financial Times að stemma stigu við markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sem hafa vaxið gríðarlega undanfarna tvo áratugi eða svo samhliða aukinni tækni- og internetnotkun. Fyrirtækin fjögur sem nefnd eru hér að ofan eru ekki þau einu sem Evrópusambandið er sagt vera með á lista, sem sagður er að muni innihalda allt að tuttugu stór tæknifyrirtæki. Listinn er sagður vera útbúinn út frá viðmiðum um ákveðið mikla markaðshlutdeild og ákveðinn fjölda notenda svo dæmi séu tekin. Blaðið greinir frá því að endanlegur listi sé ekki tilbúinn. Þá eigi einnig eftir að negla niður hvaða viðmið fyrirtæki þurfi að uppfylla til þess að komast á téðan lista. Meðal aðgerða sem fyrirtækin munu þurfa að þola nái hinar nýju og strangari reglur fram að ganga eru kvaðir um upplýsingagjöf til samkeppnisaðila og meira gagnsæi á því hvernig upplýsingum er safnað um notendur.
Evrópusambandið Amazon Facebook Google Apple Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira