Umhugsunarvert að nægt fjármagn til Þingvalla sé ekki tryggt í fjárlögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 22:09 Mikið tekjufall hefur orðið hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum frá því að kóronuveirufaraldurinn skall á. Öllum landvörðum á Þingvöllum var sagt upp störfum í dag. Vísir/Vilhelm Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Það sé umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins. Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá þjóðgarðinum var sagt upp í morgun. Gestum hefur fækkað mikið á Þingvöllum síðustu mánuði og hefur algert tekjufall orðið í rekstri garðarins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Í yfirlýsingu frá Landvarðafélagi Íslands segir að þrátt fyrir það sé nauðsynlegt að sinna landvörslu innan þjóðgarðsins áfram á meðan hann er opinn öllum, allan sólarhringinn alla daga ársins. „Að ætlast til þess að aðrir starfsmenn þjóðgarðsins sinni störfum landvarða samhliða sínum störfum eru ekki ákjósanleg vinnubrögð og gerir lítið úr störfum landvarða,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að benda á að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er rekin á um 80 prósenta sértekjum. Hann sé elsti þjóðgarður landsins sem varðveiti helstu menningarminjar Íslands, Þinghelgina sem setur þjóðgarðinn á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Sérstöðu þjóðgarðsins lýkur ekki þar, heldur er jarðfræði og lífríki þjóðgarðsins einstakt á heimsvísu. Seinustu ár hefur þjóðgarðurinn fengið talsvert fjármagn til framkvæmda við byggingu innviða. Það verður að teljast umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins óháð sértekjum,“ segir í yfirlýsingunni. Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36 Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20 Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Það sé umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins. Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá þjóðgarðinum var sagt upp í morgun. Gestum hefur fækkað mikið á Þingvöllum síðustu mánuði og hefur algert tekjufall orðið í rekstri garðarins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Í yfirlýsingu frá Landvarðafélagi Íslands segir að þrátt fyrir það sé nauðsynlegt að sinna landvörslu innan þjóðgarðsins áfram á meðan hann er opinn öllum, allan sólarhringinn alla daga ársins. „Að ætlast til þess að aðrir starfsmenn þjóðgarðsins sinni störfum landvarða samhliða sínum störfum eru ekki ákjósanleg vinnubrögð og gerir lítið úr störfum landvarða,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að benda á að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er rekin á um 80 prósenta sértekjum. Hann sé elsti þjóðgarður landsins sem varðveiti helstu menningarminjar Íslands, Þinghelgina sem setur þjóðgarðinn á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Sérstöðu þjóðgarðsins lýkur ekki þar, heldur er jarðfræði og lífríki þjóðgarðsins einstakt á heimsvísu. Seinustu ár hefur þjóðgarðurinn fengið talsvert fjármagn til framkvæmda við byggingu innviða. Það verður að teljast umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins óháð sértekjum,“ segir í yfirlýsingunni.
Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36 Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20 Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36
Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20
Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37