Skrefin sem við þurfum að taka Björn Leví Gunnarsson skrifar 14. október 2020 13:01 Píratar leggja mikla áherslu á upplýsta ákvarðanatöku og beint lýðræði. Með það að markmiði höfum við lagt spurningar fyrir viðhorfahóp Gallup þar sem við spyrjum hvernig fólk vill að Alþingi forgangsraði almannafé. Þingflokkurinn lætur framkvæma könnunina árlega til að draga fram hvernig Íslendingar vilja að Alþingi forgangsraði fjármunum í fjárlögum og um leið sjá hvernig áherslur landsmanna breytast á milli ára. Niðurstöðurnar undanfarin ár hafa verið mjög skýrar. Heilbrigðiskerfið hefur ávallt verið í fyrsta sæti Samneysla frekar en skattalækkanir Í ár eykst áhersla landsmanna á að þingheimur verji auknu fjármagni í almannatryggingar og velferðarmál, löggæslu og öryggismál. Þegar svör aðspurðra eru tekin saman má sjá að heilbrigðismál eru efst í forgangsröðun landsmanna, því næst mennta- og fræðslumál og síðan almannatryggingar og velferðarmál. Ljóst er af svörunum að aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir. Þannig er næstum þrefalt meiri stuðningur við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga og fimmfalt meiri þegar litið er til lækkun virðisaukaskatts. Neðst í forgangsröðun Íslendinga eru lækkun auðlindagjalda og aukin framlög til sjávarútvegsmála og kirkjunnar. Áskoranir í ástandinu Við stöndum frammi fyrir risavöxnum áskorunum á næstu árum. Íslendingar eru hins vegar rík þjóð og mun komast í gegnum þetta ástand. Það er engu að síður mikilvægt að lágmarka þann skaða sem við höfum orðið fyrir og verja heilsu og viðurværi fólks í landinu. Við megum ekki ganga í gegnum annað hruntímabil þar sem langvarandi atvinnuleysi leiðir til þess að fólk missi húsnæðið sitt út af tímabundnu ástandi. Því verðum við að tryggja að ný störf komi í stað þeirra sem hagkerfið okkar hefur glatað. Það er ekki ásættanlegt að bíða fram til ársins 2026, þegar ætlað er að ferðaþjónustan hafi náð sér á sambærilegt ról aftur. Það er réttlætismál að þau okkar sem treysta á opinbera framfærslu fái einnig þá launahækkun sem lægstu laun fengu í lífskjarasamningum. Það er líka efnahagslega góð ákvörðun að bæta kjör þeirra hópa því þau eru drifkraftur í hringrás hagkerfisins. Lausn sem virkar Forgangsröðunin er skýr. Það eina sem Alþingi þarf að gera er að hlusta. Það þarf að efla viðbragðsgetu heilbrigðiskerfisins, beita ríkisfjármálunum til að búa til 15 þúsund ný og varanleg störf á næstu tveimur árum og auka getu samfélagsins til þess að búa til fjölbreyttari störf. Því fyrr því betra. Hið opinbera þarf einnig að vera tilbúið til þess að bregðast við verri þróun með um 10 þúsund tímabundin eða varanleg störf til viðbótar. Til þess þarf að leggja höfuðáherslu á nýsköpun – út um allt land. Þar eru í boði gríðarlega mörg og fjölbreytt tækifæri sem skortir bara fjármagn. Þar er fjármunum mun betur varið til lengri tíma en að greiða atvinnuleysisbætur. Ábatinn af nýsköpunarstarfsemi hefur alltaf skilað sér. Grundvöll nýsköpunar til lengri tíma er svo að finna í menntakerfinu. Þar þarf meiri áherslu á starfrænar smiðjur, grunnrannsóknir, verk- og iðnmennt og kennslu. Kennarar eru ekki síður mikilvæg stétt í endurkomu okkar úr þessu ástandi en heilbrigðisstarfsfólk, sem er ótækt að þurfi að leita á náðir gerðardóms til að fá réttlátar kjarabætur. Í stærra samhengi þess að hafa sjálfbært samfélag þá þurfum við að huga betur að öryggisneti okkar allra. Hvernig við tryggjum grunnframfærslu, lágmarkslaun og losum okkur við skerðingargildrur fátæktar. Framtíðarhagkerfið er sjálfbært sem vinnur að velsæld allra frá grasrót og upp. Sjálfbærni og nýsköpun byrjar á öruggum grunni fyrir alla. Punkturinn yfir i-ið Síðast en ekki síst er lýðræðið okkur hugleikið og þar sjáum við enn og aftur mikilvægi nýrrar stjórnarskrár sem lykilatriði í næstu skrefum Íslands inn í framtíðina. Ný stjórnarskrá, grundvölluð á tillögum stjórnlagaráðs, er til lengri tíma stærsta umhverfismálið okkar, stærsta lýðræðismálið, stærsta efnahagsmálið og stærsta réttindamálið. Ný stjórnarskrá veitir stjórnvöldum betra aðhald sem leiðir til faglegra vinnubragða og stuðlar að minni sóun til framtíðar. Inngangsorð frumvarps stjórnlagaráðs gefa tóninn, sem ætti að vera okkur leiðarstef nú sem endranær: „Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis. Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.“ Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Píratar leggja mikla áherslu á upplýsta ákvarðanatöku og beint lýðræði. Með það að markmiði höfum við lagt spurningar fyrir viðhorfahóp Gallup þar sem við spyrjum hvernig fólk vill að Alþingi forgangsraði almannafé. Þingflokkurinn lætur framkvæma könnunina árlega til að draga fram hvernig Íslendingar vilja að Alþingi forgangsraði fjármunum í fjárlögum og um leið sjá hvernig áherslur landsmanna breytast á milli ára. Niðurstöðurnar undanfarin ár hafa verið mjög skýrar. Heilbrigðiskerfið hefur ávallt verið í fyrsta sæti Samneysla frekar en skattalækkanir Í ár eykst áhersla landsmanna á að þingheimur verji auknu fjármagni í almannatryggingar og velferðarmál, löggæslu og öryggismál. Þegar svör aðspurðra eru tekin saman má sjá að heilbrigðismál eru efst í forgangsröðun landsmanna, því næst mennta- og fræðslumál og síðan almannatryggingar og velferðarmál. Ljóst er af svörunum að aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir. Þannig er næstum þrefalt meiri stuðningur við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga og fimmfalt meiri þegar litið er til lækkun virðisaukaskatts. Neðst í forgangsröðun Íslendinga eru lækkun auðlindagjalda og aukin framlög til sjávarútvegsmála og kirkjunnar. Áskoranir í ástandinu Við stöndum frammi fyrir risavöxnum áskorunum á næstu árum. Íslendingar eru hins vegar rík þjóð og mun komast í gegnum þetta ástand. Það er engu að síður mikilvægt að lágmarka þann skaða sem við höfum orðið fyrir og verja heilsu og viðurværi fólks í landinu. Við megum ekki ganga í gegnum annað hruntímabil þar sem langvarandi atvinnuleysi leiðir til þess að fólk missi húsnæðið sitt út af tímabundnu ástandi. Því verðum við að tryggja að ný störf komi í stað þeirra sem hagkerfið okkar hefur glatað. Það er ekki ásættanlegt að bíða fram til ársins 2026, þegar ætlað er að ferðaþjónustan hafi náð sér á sambærilegt ról aftur. Það er réttlætismál að þau okkar sem treysta á opinbera framfærslu fái einnig þá launahækkun sem lægstu laun fengu í lífskjarasamningum. Það er líka efnahagslega góð ákvörðun að bæta kjör þeirra hópa því þau eru drifkraftur í hringrás hagkerfisins. Lausn sem virkar Forgangsröðunin er skýr. Það eina sem Alþingi þarf að gera er að hlusta. Það þarf að efla viðbragðsgetu heilbrigðiskerfisins, beita ríkisfjármálunum til að búa til 15 þúsund ný og varanleg störf á næstu tveimur árum og auka getu samfélagsins til þess að búa til fjölbreyttari störf. Því fyrr því betra. Hið opinbera þarf einnig að vera tilbúið til þess að bregðast við verri þróun með um 10 þúsund tímabundin eða varanleg störf til viðbótar. Til þess þarf að leggja höfuðáherslu á nýsköpun – út um allt land. Þar eru í boði gríðarlega mörg og fjölbreytt tækifæri sem skortir bara fjármagn. Þar er fjármunum mun betur varið til lengri tíma en að greiða atvinnuleysisbætur. Ábatinn af nýsköpunarstarfsemi hefur alltaf skilað sér. Grundvöll nýsköpunar til lengri tíma er svo að finna í menntakerfinu. Þar þarf meiri áherslu á starfrænar smiðjur, grunnrannsóknir, verk- og iðnmennt og kennslu. Kennarar eru ekki síður mikilvæg stétt í endurkomu okkar úr þessu ástandi en heilbrigðisstarfsfólk, sem er ótækt að þurfi að leita á náðir gerðardóms til að fá réttlátar kjarabætur. Í stærra samhengi þess að hafa sjálfbært samfélag þá þurfum við að huga betur að öryggisneti okkar allra. Hvernig við tryggjum grunnframfærslu, lágmarkslaun og losum okkur við skerðingargildrur fátæktar. Framtíðarhagkerfið er sjálfbært sem vinnur að velsæld allra frá grasrót og upp. Sjálfbærni og nýsköpun byrjar á öruggum grunni fyrir alla. Punkturinn yfir i-ið Síðast en ekki síst er lýðræðið okkur hugleikið og þar sjáum við enn og aftur mikilvægi nýrrar stjórnarskrár sem lykilatriði í næstu skrefum Íslands inn í framtíðina. Ný stjórnarskrá, grundvölluð á tillögum stjórnlagaráðs, er til lengri tíma stærsta umhverfismálið okkar, stærsta lýðræðismálið, stærsta efnahagsmálið og stærsta réttindamálið. Ný stjórnarskrá veitir stjórnvöldum betra aðhald sem leiðir til faglegra vinnubragða og stuðlar að minni sóun til framtíðar. Inngangsorð frumvarps stjórnlagaráðs gefa tóninn, sem ætti að vera okkur leiðarstef nú sem endranær: „Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis. Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.“ Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar