Er stjórnsýslan í algjörum molum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 19. október 2020 09:00 Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skattar og tollar Umhverfismál Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar