Þreyttar á að keppast við hina óraunhæfu ímynd ofurmömmunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. október 2020 09:00 Fanney Skúladóttir segir að það sé fullkomlega eðlilegt að elska ekki allt við móðurhlutverkið. Það sé þó mikilvægt að tala líka um þær tilfinningar. Mynd úr einkasafni Fanney Skúladóttir upplifði að hún hefði aðeins týnt sjálfri sér eftir að hún eignaðist tvö börn með stuttu millibili. Móðurhlutverkið víkkaði sjóndeildarhringinn og kenndi henni að vera þakklát fyrir hvern dag en hún segir að mæður séu samt almennt þreyttar á óraunhæfum kröfum og væntingum. Fanney stofnaði Instagram síðu fulla af fróðleik og hvatningu tengt móðurhlutverkinu og hefur einnig farið af stað með hlaðvarp. „Ég var 18 ára gömul þegar ég varð móðir í fyrsta skiptið. Ég var unglingur og bjó á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra alla meðgönguna og það var vissulega erfitt og krefjandi. Á meðan mínar bestu vinkonur voru áhyggjulausar og frjálsar á fullu í félagslífinu var ég komin á allt annan stað í lífinu. Mér leið eins og ég væri ein í heiminum og að enginn skildi hvað ég væri að ganga í gegnum. Eftir að ég átti son minn fann ég fyrir stöðugri pressu að ég þyrfti að sanna mig og fann fyrir gagnrýni ef ég reyndi að halda áfram að vera unglingurinn sem ég var, til dæmis með því að fara út á lífið eða ferðast með vinkonum mínum,“ segir Fanney um fyrstu upplifun sína af móðurhlutverkinu. „Ég fann fyrir nagandi samviskubiti og leið eins og ég væri að bregðast barninu eða væri ekki nógu góð móðir, bara því ég hélt áfram að gera hluti sem mér fannst gaman að gera á þeim tíma í lífinu. Sem betur fer var ég með ótrúlega gott bakland sem studdi mig og hjálpaði mér að finna mig í þessu hlutverki.“ Öðlaðist ótrúlegan kraft Fanney segist vera smábæjarstelpa, alin upp úti á landi, en flutti til Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum síðan til þess að stunda nám við Háskóla Íslands. „Ég klára þar grunn- og framhaldsnám í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu en samhliða því tók ég diplóma í förðunarfræði. Eftir að hafa verið nánast allt mitt líf í bóklegu námi fékk sköpunarkrafturinn að blómstra í förðunarnáminu og í framhaldi af því fór ég allt aðra leið en ég hafði upphaflega verið að stefna. Ég vann sem förðunarfræðingur og á samfélagsmiðlum í nokkur ár. Í kjölfarið fékk ég mikinn áhuga á öllu sem tengist stafrænni markaðssetningu og efnissköpun og fór því í framhaldsnám í markaðsfræði við Háskólann á Bifröst sem ég lauk síðastliðið sumar.“ Fanney er þriggja barana móðir og heldur úti áhugaveðri síðu og hlaðvarpi fyrir mæður.Mynd úr einkasafni Hún segir að móðurhlutverkið sé einfaldlega einn stór rússíbani. „Algjörlega frábært, skemmtilegt og fjölbreytt en á sama tíma ótrúlega erfitt, krefjandi og þreytandi.“ Þetta hlutverk hafi breytt henni á ótrúlega margan hátt. „Eins og orðatiltækið segir, þegar barn fæðist þá fæðist líka móðir, og það er klárlega rétt. Að verða móðir umturnar lífinu og það er svo ótrúlega mikið í kringum þig sem breytist. Móðurhlutverkið hefur fyrst og fremst breytt hugarfarinu mínu og hvernig ég lít á sjálft lífið, það hefur víkkað sjóndeildarhringinn og kennt mér að vera þakklát fyrir hvern dag og litlu hlutina í lífinu. Ég hef öðlast einhvern ótrúlegan kraft til að takast á við hinar ýmsu áskoranir og ég ber meiri virðingu fyrir sjálfri mér og í raun öllum öðrum mæðrum. Að vera móðir er endalaus lærdómur, allt frá fæðingu barns og fram á unglingsár og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ Auðvelt að týna og gleyma sjálfri sér Að hennar mati er það besta við móðurhlutverkið að finna fyrir þessari skilyrðislausu ást frá börnunum, sjá þau vaxa og dafna og verða að sjálfstæðum einstaklingum. „Móðurhlutverkið getur hins vegar tekið ótrúlega á andlega og það er mjög auðvelt að týna og gleyma sjálfri sér, en það erfiðasta er að horfa upp á börnin sín ganga í gegnum einhvers konar erfiðleika sem maður ræður ekki við eins og veikindi.“ Fanney á þrjú börn í dag, son og tvær dætur. „Ég verð ófrísk af yngri dóttur minni þegar sú eldri er sex mánaða og ég ætla alls ekki að vera að skafa neitt af því en það var ótrúlega erfitt að eignast börn með svona stuttu millibili. Það var virkilega krefjandi að vera heima með tvö ungbörn á sitthvorum aldrinum með ólíkar þarfir. Eftir fyrsta árið með þær tvær saman varð þetta auðveldara þar sem þær fóru að tengjast betur og að leika sér meira saman. Þrátt fyrir krefjandi og erfiða tíma meðan þær voru svona litlar þá tel ég mig hafa verið mjög lánsama að geta verið heima fyrsta eina og hálfa árið í lífi þeirra beggja og ég er óendanlega þakklát fyrir þann tíma. Á tímabili var Fanney að sinna fullu háskólanámi, í fæðingarorlofi með ungbarn og ófrísk, allt á sama tíma. „Þegar ég hugsa til baka þá líður mér eins og þessi tími sé allur í einni stórri móðu. Ég var stillt á sjálfstýringu og eina markmiðið var að þrauka í gegnum hvern og einn dag. Að setja sjálfa mig í forgang var svo neðarlega á listanum að það gafst aldrei tími til þess sem gerði það að verkum að á tímabili þekkti ég varla sjálfa mig lengur. Mér fannst ég vera mjög einangruð og einmanna þrátt fyrir að vera í raun aldrei alein. Ég fann fyrir stöðugri samfélagslegri pressu á að vera einhver ofurmamma sem var ótrúlega mikill streituvaldur og ég gaf mér engan tíma til að staldra aðeins við og vera bara ég sjálf og hlúa að sjálfri mér.“ Fanney varð móðir í menntaskóla og upplifði skilningsleysi frá öðrum.Mynd úr einkasafni Áhrifavaldurinn sem fékk nóg af Instagram Fanney segir að besta ákvörðunin sem hún tók í upphafi árs hafi verið að eyða samfélagsmiðlum út úr símanum sínum. Hún fór því úr því að vera áhrifavaldur í að birta ekkert efni opinberlega um tíma. Þetta gaf henni tækifæri til að endurskoða samfélagsmiðlanotkunina. „Ég eyddi þeim þegar ég áttaði mig á því að ég var að eyða stórum part af mínum litla frítíma í að horfa á hvernig annað fólk var að lifa sínu lífi í staðinn fyrir að eyða tímanum í að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Ég var sífellt að bera mig saman við aðrar mæður og mér leið eins og ég ætti að geta gert sömu hluti og þær. Samfélagsmiðlar mála upp þessa óraunhæfu ímynd ofurmömmunnar, sem er með allt á hreinu þegar kemur að móðurhlutverkinu og heimilislífinu. Þegar þetta er normið á samfélagsmiðlum þá fer maður ósjálfrátt í samanburðargírinn. Ég viðurkenni að ég sá ekki eftir því í eina sekúndu að eyða út samfélagsmiðlum og ég saknaði þess ekki neitt. Ég finn strax fyrir því núna eftir að ég opnaði aftur Instagram, hversu auðvelt það er að detta aftur í þetta tilgangslausa skroll.“ Hún ákvað þá að búa til síðu fyrir mæður sem sýndi móðurhlutverkið eins og það er í raun og veru, þar sem pláss er fyrir allar tilfinningar. „Eftir að ég lokaði samfélagsmiðlum fann ég allt í einu ótrúlega mikinn tíma til að hugsa og finna eldmóðinn og sköpunarkraftinn aftur. Í kjölfarið bjó ég til vörumerkið Busy Mom sem mætti segja að sé afsprengi aðstæðna sem heimavinnandi þriggja barna móðir í fullu háskólanámi. Um er að ræða samfélag fyrir mæður sem eru þreyttar á að keppast við hina óraunhæfu ímynd ofurmömmunnar. Markmiðið er að tala um móðurhlutverkið nákvæmlega eins og það er, bæði það fallega og það erfiða þar sem allar tilfinningar eru viðurkenndar. Þá er jafnframt lögð áhersla á að veita mæðrum innblástur og hvatningu í að halda áfram að setja sínar persónulegu þarfir í forgang, vera þær sjálfar og elta sína persónulegu drauma og markmið samhliða móðurhlutverkinu.“ Fanney er ein af þeim fjölmörgu mæðrum sem upplifði að hún hefði aðeins týnt sjálfri sér í öllu ferlinu.Mynd úr einkasafni Samfélag sem stækkar hratt Hún segir að Busy Mom standi fyrir móður sem hefur ótalmörg verkefni á herðum sér. „Daglega situr hún undir óraunhæfum væntingum og kröfum samfélagsins til móðurhlutverksins sem gerir það að verkum að henni líður eins og hún sé aldrei „nógu“ dugleg. Hún er búin að týna sjálfri sér í hinu daglega amstri þar sem hennar eigin persónulegu þarfir fá ekki pláss á forgangslistanum. Hún veit í raun ekki lengur hvað hún hefur áhuga á að gera eða gerir hana hamingjusama fyrir utan sjálf börnin. Hún þráir jafnvægi, að fá að vera hún sjálf og að rækta sjálfa sig, án þess að fá samviskubit yfir því.“ Síðan hefur fengið mjög góð viðbrögð og í kringum fimm þúsund mæður fylgjast með þeim fróðleik sem Fanney deilir þar. „Þær eiga það sameiginlegt að vera orðnar þreyttar á þessum óraunhæfu kröfum og væntingum sem gerðar eru til mæðra í okkar nútímasamfélagi. Eins og nafnið gefur til kynna þá átti Busy Mom eingöngu að vera á ensku en helsta ástæða þess var að ég vildi skora á sjálfa mig og fara út fyrir þægindahringinn. Viðbrögðin voru hins vegar ótrúleg frá íslenskum mæðrum sem leiddi til þess að Busy Mom Iceland varð til og það samfélag hefur vaxið mjög hratt á innan við tveimur mánuðum. Það kom mér á óvart hvað það gerðist hratt en það er alveg ljóst að mæður tengja við umræðuefnið.“ Umræðuefnið tengist oftast móðurhlutverkinu og öllum hliðum þess, líka þeim erfiðu. „Hvað varðar viðfangsefni þá hefur áherslan verið að opna á umræðu sem þykir óhefðbundin þegar kemur að móðurhlutverkinu. Yfirleitt heyra mæður aðeins talað um það fallega og dásamlega við móðurhlutverkið. Þær heyra hins vegar allt of sjaldan um mæður sem njóta ekki móðurhlutverksins og sakna þess að vera einar eða vilja komast í burtu frá börnunum og heimilinu bara til þess að geta andað. Markmiðið er að gera þessa hlið móðurhlutverksins sýnilegri þar sem það er sjaldan talað um þessa hluti sem eru þó svo fullkomlega eðlilegir og algengir.“ Hafa yfirleitt takmarkaðan tíma Fanney hefur gert allt sjálf þegar kemur að vörumerkinu, bjó sjálf til táknið fyrir síðuna, sá um alla uppsetningu á vefsíðunni og býr til hverja og eina mynd í hönnunarforriti. „Það er gríðarleg vinna að baki og það geta farið nokkrir klukkutímar í að útfæra hugmynd yfir í mynd og texta en ég hef alltaf haft gaman af því að skapa eitthvað og ég get alveg gleymt mér í myndrænni framsetningu eða einhvers konar grafík.“ Upphaflega átti Busy Mom að vera bloggsíða. „En verandi sjálf mjög upptekin móðir með nánast engan frítíma þá vissi ég að mæður hafa lítinn tíma til að lesa blogg. Það er auðvelt að hlusta á hlaðvarp og sinna öðrum verkefnum á meðan sem leiddi til þess að hlaðvarpið Busy Mom Iceland varð til. Mæður hafa hins vegar yfirleitt mjög takmarkaðan tíma og því vildi ég að þættirnir yrðu stuttir og hnitmiðaðir. Hver og einn þáttur er í kring um 15 til 20 mínútur og því þurfa þær ekki að eyða stórum part af sínum litla frítíma í að hlusta. Þá er einnig markmiðið að taka fyrir umræðuefni sem skilar einhverju og veitir þeim einhvers konar innblástur eða hvatningu sem þær geta svo nýtt í sínu eigin persónulega lífi.“ View this post on Instagram Hæ Það er ágætt að minna sig á þetta af og til! . Deildu þessu með mömmu sem þér þykir vænt um #mömmulífið A post shared by HÆ (@busymomiceland) on Sep 3, 2020 at 9:09am PDT Fékk sendar hundruð frásagna Hlaðvarpið er fyrst og fremst búið til fyrir mæður og verðandi mæður en þótt að áherslan sé lögð á mæður þá er bæði hlaðvarpið og samfélagið á Instagram vissulega fyrir alla foreldra óháð kyni. Allir foreldrar ættu að geta tengt eitthvað við umræðuefnið. „Umræðuefni hlaðvarpsins verður með svipuðu sniði og má finna í samfélaginu á Instagram og Facebook. Áherslan er að opna á umræðu sem þykir óhefðbundin þegar kemur að móðurhlutverkinu sem og að veita mæðrum innblástur og hvatningu í að halda áfram að setja sínar persónulegu þarfir í forgang og hlúa að sjálfum sér. Umræðuefni fyrsta þáttar var að setja mörk þegar kemur að samskiptum við nánasta fólk fyrstu dagana eftir fæðingu. Þetta var umræða sem vakti ótrúlega mikla athygli á Instagram og í kjölfarið bárust nokkuð hundruð reynslusögur frá íslenskum konum. Allar áttu þær það sameiginlegt að nánasta fólk fór yfir öll mörk fyrstu dagana eins og með óboðnum heimsóknum upp á fæðingardeild eða með því að tilkynna komu barns á samfélagsmiðlum á undan sjálfum foreldrunum. Margar sögur voru það sláandi að það var erfitt að lesa þær, en það voru nokkur dæmi þar sem fólk æddi upp á fæðingardeild, kjössuðust í nýfæddu barninu og tóku myndir sem fóru á samfélagsmiðla á meðan móðirin lá sofandi á gjörgæslu eftir bráðakeisara og hafði ekki einu sinni fengið að halda á eða sjá sitt eigið barn. Þetta er að sjálfsögðu ólíðandi yfirgangur og á ekki að gerast, fólk á ekki að leyfa sér að gera svona hluti. Í mörgum tilfellum situr þetta enn í dag í þessum mæðrum þar sem þær hafa byrgt þetta inni. Ég vildi opna á þessa umræðu því það er mikilvægt að tala um þetta og mæður eiga ekki að vera hræddar við að taka þessa umræðu við sitt nánasta fólk fyrir fæðingu og setja ákveðin mörk og línur þegar kemur að fyrstu dögunum heima.“ Fanney ráðleggur mæðrum meðal annars að setja mörk og standa á sínu, sama hvað. „Treysta innsæinu, þú veist hvað er best fyrir barnið þitt og þig sem móður. Draga úr væntingum og kröfum samfélagsins til móðurhlutverksins, þetta er endalaus lærdómur og þú finnur þinn eigin takt. Og að lokum minni ég á mikilvægi þess að halda áfram að vera þú. Þú ert svo miklu meira en bara móðir, þú þarft að fá rými til að vera þú sjálf, sinna þínum persónulegu þörfum og rækta hugann þinn og heilsu.“ Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún viljað vita áður en hún varð móðir, svarar Fanney: „Ég hefði viljað vita að það er fullkomlega eðlilegt að elska ekki allt við móðurhlutverkið.“ Ástin og lífið Börn og uppeldi Helgarviðtal Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Fanney Skúladóttir upplifði að hún hefði aðeins týnt sjálfri sér eftir að hún eignaðist tvö börn með stuttu millibili. Móðurhlutverkið víkkaði sjóndeildarhringinn og kenndi henni að vera þakklát fyrir hvern dag en hún segir að mæður séu samt almennt þreyttar á óraunhæfum kröfum og væntingum. Fanney stofnaði Instagram síðu fulla af fróðleik og hvatningu tengt móðurhlutverkinu og hefur einnig farið af stað með hlaðvarp. „Ég var 18 ára gömul þegar ég varð móðir í fyrsta skiptið. Ég var unglingur og bjó á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra alla meðgönguna og það var vissulega erfitt og krefjandi. Á meðan mínar bestu vinkonur voru áhyggjulausar og frjálsar á fullu í félagslífinu var ég komin á allt annan stað í lífinu. Mér leið eins og ég væri ein í heiminum og að enginn skildi hvað ég væri að ganga í gegnum. Eftir að ég átti son minn fann ég fyrir stöðugri pressu að ég þyrfti að sanna mig og fann fyrir gagnrýni ef ég reyndi að halda áfram að vera unglingurinn sem ég var, til dæmis með því að fara út á lífið eða ferðast með vinkonum mínum,“ segir Fanney um fyrstu upplifun sína af móðurhlutverkinu. „Ég fann fyrir nagandi samviskubiti og leið eins og ég væri að bregðast barninu eða væri ekki nógu góð móðir, bara því ég hélt áfram að gera hluti sem mér fannst gaman að gera á þeim tíma í lífinu. Sem betur fer var ég með ótrúlega gott bakland sem studdi mig og hjálpaði mér að finna mig í þessu hlutverki.“ Öðlaðist ótrúlegan kraft Fanney segist vera smábæjarstelpa, alin upp úti á landi, en flutti til Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum síðan til þess að stunda nám við Háskóla Íslands. „Ég klára þar grunn- og framhaldsnám í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu en samhliða því tók ég diplóma í förðunarfræði. Eftir að hafa verið nánast allt mitt líf í bóklegu námi fékk sköpunarkrafturinn að blómstra í förðunarnáminu og í framhaldi af því fór ég allt aðra leið en ég hafði upphaflega verið að stefna. Ég vann sem förðunarfræðingur og á samfélagsmiðlum í nokkur ár. Í kjölfarið fékk ég mikinn áhuga á öllu sem tengist stafrænni markaðssetningu og efnissköpun og fór því í framhaldsnám í markaðsfræði við Háskólann á Bifröst sem ég lauk síðastliðið sumar.“ Fanney er þriggja barana móðir og heldur úti áhugaveðri síðu og hlaðvarpi fyrir mæður.Mynd úr einkasafni Hún segir að móðurhlutverkið sé einfaldlega einn stór rússíbani. „Algjörlega frábært, skemmtilegt og fjölbreytt en á sama tíma ótrúlega erfitt, krefjandi og þreytandi.“ Þetta hlutverk hafi breytt henni á ótrúlega margan hátt. „Eins og orðatiltækið segir, þegar barn fæðist þá fæðist líka móðir, og það er klárlega rétt. Að verða móðir umturnar lífinu og það er svo ótrúlega mikið í kringum þig sem breytist. Móðurhlutverkið hefur fyrst og fremst breytt hugarfarinu mínu og hvernig ég lít á sjálft lífið, það hefur víkkað sjóndeildarhringinn og kennt mér að vera þakklát fyrir hvern dag og litlu hlutina í lífinu. Ég hef öðlast einhvern ótrúlegan kraft til að takast á við hinar ýmsu áskoranir og ég ber meiri virðingu fyrir sjálfri mér og í raun öllum öðrum mæðrum. Að vera móðir er endalaus lærdómur, allt frá fæðingu barns og fram á unglingsár og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ Auðvelt að týna og gleyma sjálfri sér Að hennar mati er það besta við móðurhlutverkið að finna fyrir þessari skilyrðislausu ást frá börnunum, sjá þau vaxa og dafna og verða að sjálfstæðum einstaklingum. „Móðurhlutverkið getur hins vegar tekið ótrúlega á andlega og það er mjög auðvelt að týna og gleyma sjálfri sér, en það erfiðasta er að horfa upp á börnin sín ganga í gegnum einhvers konar erfiðleika sem maður ræður ekki við eins og veikindi.“ Fanney á þrjú börn í dag, son og tvær dætur. „Ég verð ófrísk af yngri dóttur minni þegar sú eldri er sex mánaða og ég ætla alls ekki að vera að skafa neitt af því en það var ótrúlega erfitt að eignast börn með svona stuttu millibili. Það var virkilega krefjandi að vera heima með tvö ungbörn á sitthvorum aldrinum með ólíkar þarfir. Eftir fyrsta árið með þær tvær saman varð þetta auðveldara þar sem þær fóru að tengjast betur og að leika sér meira saman. Þrátt fyrir krefjandi og erfiða tíma meðan þær voru svona litlar þá tel ég mig hafa verið mjög lánsama að geta verið heima fyrsta eina og hálfa árið í lífi þeirra beggja og ég er óendanlega þakklát fyrir þann tíma. Á tímabili var Fanney að sinna fullu háskólanámi, í fæðingarorlofi með ungbarn og ófrísk, allt á sama tíma. „Þegar ég hugsa til baka þá líður mér eins og þessi tími sé allur í einni stórri móðu. Ég var stillt á sjálfstýringu og eina markmiðið var að þrauka í gegnum hvern og einn dag. Að setja sjálfa mig í forgang var svo neðarlega á listanum að það gafst aldrei tími til þess sem gerði það að verkum að á tímabili þekkti ég varla sjálfa mig lengur. Mér fannst ég vera mjög einangruð og einmanna þrátt fyrir að vera í raun aldrei alein. Ég fann fyrir stöðugri samfélagslegri pressu á að vera einhver ofurmamma sem var ótrúlega mikill streituvaldur og ég gaf mér engan tíma til að staldra aðeins við og vera bara ég sjálf og hlúa að sjálfri mér.“ Fanney varð móðir í menntaskóla og upplifði skilningsleysi frá öðrum.Mynd úr einkasafni Áhrifavaldurinn sem fékk nóg af Instagram Fanney segir að besta ákvörðunin sem hún tók í upphafi árs hafi verið að eyða samfélagsmiðlum út úr símanum sínum. Hún fór því úr því að vera áhrifavaldur í að birta ekkert efni opinberlega um tíma. Þetta gaf henni tækifæri til að endurskoða samfélagsmiðlanotkunina. „Ég eyddi þeim þegar ég áttaði mig á því að ég var að eyða stórum part af mínum litla frítíma í að horfa á hvernig annað fólk var að lifa sínu lífi í staðinn fyrir að eyða tímanum í að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Ég var sífellt að bera mig saman við aðrar mæður og mér leið eins og ég ætti að geta gert sömu hluti og þær. Samfélagsmiðlar mála upp þessa óraunhæfu ímynd ofurmömmunnar, sem er með allt á hreinu þegar kemur að móðurhlutverkinu og heimilislífinu. Þegar þetta er normið á samfélagsmiðlum þá fer maður ósjálfrátt í samanburðargírinn. Ég viðurkenni að ég sá ekki eftir því í eina sekúndu að eyða út samfélagsmiðlum og ég saknaði þess ekki neitt. Ég finn strax fyrir því núna eftir að ég opnaði aftur Instagram, hversu auðvelt það er að detta aftur í þetta tilgangslausa skroll.“ Hún ákvað þá að búa til síðu fyrir mæður sem sýndi móðurhlutverkið eins og það er í raun og veru, þar sem pláss er fyrir allar tilfinningar. „Eftir að ég lokaði samfélagsmiðlum fann ég allt í einu ótrúlega mikinn tíma til að hugsa og finna eldmóðinn og sköpunarkraftinn aftur. Í kjölfarið bjó ég til vörumerkið Busy Mom sem mætti segja að sé afsprengi aðstæðna sem heimavinnandi þriggja barna móðir í fullu háskólanámi. Um er að ræða samfélag fyrir mæður sem eru þreyttar á að keppast við hina óraunhæfu ímynd ofurmömmunnar. Markmiðið er að tala um móðurhlutverkið nákvæmlega eins og það er, bæði það fallega og það erfiða þar sem allar tilfinningar eru viðurkenndar. Þá er jafnframt lögð áhersla á að veita mæðrum innblástur og hvatningu í að halda áfram að setja sínar persónulegu þarfir í forgang, vera þær sjálfar og elta sína persónulegu drauma og markmið samhliða móðurhlutverkinu.“ Fanney er ein af þeim fjölmörgu mæðrum sem upplifði að hún hefði aðeins týnt sjálfri sér í öllu ferlinu.Mynd úr einkasafni Samfélag sem stækkar hratt Hún segir að Busy Mom standi fyrir móður sem hefur ótalmörg verkefni á herðum sér. „Daglega situr hún undir óraunhæfum væntingum og kröfum samfélagsins til móðurhlutverksins sem gerir það að verkum að henni líður eins og hún sé aldrei „nógu“ dugleg. Hún er búin að týna sjálfri sér í hinu daglega amstri þar sem hennar eigin persónulegu þarfir fá ekki pláss á forgangslistanum. Hún veit í raun ekki lengur hvað hún hefur áhuga á að gera eða gerir hana hamingjusama fyrir utan sjálf börnin. Hún þráir jafnvægi, að fá að vera hún sjálf og að rækta sjálfa sig, án þess að fá samviskubit yfir því.“ Síðan hefur fengið mjög góð viðbrögð og í kringum fimm þúsund mæður fylgjast með þeim fróðleik sem Fanney deilir þar. „Þær eiga það sameiginlegt að vera orðnar þreyttar á þessum óraunhæfu kröfum og væntingum sem gerðar eru til mæðra í okkar nútímasamfélagi. Eins og nafnið gefur til kynna þá átti Busy Mom eingöngu að vera á ensku en helsta ástæða þess var að ég vildi skora á sjálfa mig og fara út fyrir þægindahringinn. Viðbrögðin voru hins vegar ótrúleg frá íslenskum mæðrum sem leiddi til þess að Busy Mom Iceland varð til og það samfélag hefur vaxið mjög hratt á innan við tveimur mánuðum. Það kom mér á óvart hvað það gerðist hratt en það er alveg ljóst að mæður tengja við umræðuefnið.“ Umræðuefnið tengist oftast móðurhlutverkinu og öllum hliðum þess, líka þeim erfiðu. „Hvað varðar viðfangsefni þá hefur áherslan verið að opna á umræðu sem þykir óhefðbundin þegar kemur að móðurhlutverkinu. Yfirleitt heyra mæður aðeins talað um það fallega og dásamlega við móðurhlutverkið. Þær heyra hins vegar allt of sjaldan um mæður sem njóta ekki móðurhlutverksins og sakna þess að vera einar eða vilja komast í burtu frá börnunum og heimilinu bara til þess að geta andað. Markmiðið er að gera þessa hlið móðurhlutverksins sýnilegri þar sem það er sjaldan talað um þessa hluti sem eru þó svo fullkomlega eðlilegir og algengir.“ Hafa yfirleitt takmarkaðan tíma Fanney hefur gert allt sjálf þegar kemur að vörumerkinu, bjó sjálf til táknið fyrir síðuna, sá um alla uppsetningu á vefsíðunni og býr til hverja og eina mynd í hönnunarforriti. „Það er gríðarleg vinna að baki og það geta farið nokkrir klukkutímar í að útfæra hugmynd yfir í mynd og texta en ég hef alltaf haft gaman af því að skapa eitthvað og ég get alveg gleymt mér í myndrænni framsetningu eða einhvers konar grafík.“ Upphaflega átti Busy Mom að vera bloggsíða. „En verandi sjálf mjög upptekin móðir með nánast engan frítíma þá vissi ég að mæður hafa lítinn tíma til að lesa blogg. Það er auðvelt að hlusta á hlaðvarp og sinna öðrum verkefnum á meðan sem leiddi til þess að hlaðvarpið Busy Mom Iceland varð til. Mæður hafa hins vegar yfirleitt mjög takmarkaðan tíma og því vildi ég að þættirnir yrðu stuttir og hnitmiðaðir. Hver og einn þáttur er í kring um 15 til 20 mínútur og því þurfa þær ekki að eyða stórum part af sínum litla frítíma í að hlusta. Þá er einnig markmiðið að taka fyrir umræðuefni sem skilar einhverju og veitir þeim einhvers konar innblástur eða hvatningu sem þær geta svo nýtt í sínu eigin persónulega lífi.“ View this post on Instagram Hæ Það er ágætt að minna sig á þetta af og til! . Deildu þessu með mömmu sem þér þykir vænt um #mömmulífið A post shared by HÆ (@busymomiceland) on Sep 3, 2020 at 9:09am PDT Fékk sendar hundruð frásagna Hlaðvarpið er fyrst og fremst búið til fyrir mæður og verðandi mæður en þótt að áherslan sé lögð á mæður þá er bæði hlaðvarpið og samfélagið á Instagram vissulega fyrir alla foreldra óháð kyni. Allir foreldrar ættu að geta tengt eitthvað við umræðuefnið. „Umræðuefni hlaðvarpsins verður með svipuðu sniði og má finna í samfélaginu á Instagram og Facebook. Áherslan er að opna á umræðu sem þykir óhefðbundin þegar kemur að móðurhlutverkinu sem og að veita mæðrum innblástur og hvatningu í að halda áfram að setja sínar persónulegu þarfir í forgang og hlúa að sjálfum sér. Umræðuefni fyrsta þáttar var að setja mörk þegar kemur að samskiptum við nánasta fólk fyrstu dagana eftir fæðingu. Þetta var umræða sem vakti ótrúlega mikla athygli á Instagram og í kjölfarið bárust nokkuð hundruð reynslusögur frá íslenskum konum. Allar áttu þær það sameiginlegt að nánasta fólk fór yfir öll mörk fyrstu dagana eins og með óboðnum heimsóknum upp á fæðingardeild eða með því að tilkynna komu barns á samfélagsmiðlum á undan sjálfum foreldrunum. Margar sögur voru það sláandi að það var erfitt að lesa þær, en það voru nokkur dæmi þar sem fólk æddi upp á fæðingardeild, kjössuðust í nýfæddu barninu og tóku myndir sem fóru á samfélagsmiðla á meðan móðirin lá sofandi á gjörgæslu eftir bráðakeisara og hafði ekki einu sinni fengið að halda á eða sjá sitt eigið barn. Þetta er að sjálfsögðu ólíðandi yfirgangur og á ekki að gerast, fólk á ekki að leyfa sér að gera svona hluti. Í mörgum tilfellum situr þetta enn í dag í þessum mæðrum þar sem þær hafa byrgt þetta inni. Ég vildi opna á þessa umræðu því það er mikilvægt að tala um þetta og mæður eiga ekki að vera hræddar við að taka þessa umræðu við sitt nánasta fólk fyrir fæðingu og setja ákveðin mörk og línur þegar kemur að fyrstu dögunum heima.“ Fanney ráðleggur mæðrum meðal annars að setja mörk og standa á sínu, sama hvað. „Treysta innsæinu, þú veist hvað er best fyrir barnið þitt og þig sem móður. Draga úr væntingum og kröfum samfélagsins til móðurhlutverksins, þetta er endalaus lærdómur og þú finnur þinn eigin takt. Og að lokum minni ég á mikilvægi þess að halda áfram að vera þú. Þú ert svo miklu meira en bara móðir, þú þarft að fá rými til að vera þú sjálf, sinna þínum persónulegu þörfum og rækta hugann þinn og heilsu.“ Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún viljað vita áður en hún varð móðir, svarar Fanney: „Ég hefði viljað vita að það er fullkomlega eðlilegt að elska ekki allt við móðurhlutverkið.“
Ástin og lífið Börn og uppeldi Helgarviðtal Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið