Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 21:22 Ekið inn í Dýrafjarðargöng í dag. Vísir/Hafþór Gunnarsson Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn og prófuðu göngin í fyrsta sinn flautuðu þeir ennþá meira. Þetta mátti sjá og heyra á myndbandi Hafþórs Gunnarssonar, fréttaritara Stöðvar 2, frá opnunarathöfninni í dag. „Stór áfangi er í húsi. Við höfum sigrast á Hrafnseyrarheiði. Það er ekkert minna en það,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í ávarpi sínu frá Vegagerðinni í Reykjavík. Það væri alltaf hátíðisdagur þegar ný jarðgöng væru opnuð á Íslandi enda væru slík mannvirki með mestu og bestu samgöngubótum sem um getur í vegagerð. Gleði ríkti líka í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fagna því þegar sláin opnast.Vegagerðin „Tilkoma jarðganga auka lífsgæði og öryggi. En þau gera meira en það því þau búa líka til ný tækifæri, bæði í atvinnulífi og mannlífinu almennt,“ sagði Bergþóra. „Þetta eru mikil og langþráð tímamót í samgöngum á Vestfjörðum, skipta sköpum fyrir byggðirnar þar,“ sagði Sigurður Ingi í ávarpi sínu. „Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsártengingar milli Suðurfjarða og norðurum." Bílalestin Dýrafjarðarmegin var talin nærri tveggja kílómetra löng.Hafþór Gunnarsson „Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir börnin, krakkana, á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar, að bregða sér til dæmis til Ísafjarðar á skíði. Og sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá að skreppa til þeirra staða sunnan við. Nú eða fara suður til Reykjavíkur,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má upplifa gleði Vestfirðinga í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá opnun jarðganganna: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn og prófuðu göngin í fyrsta sinn flautuðu þeir ennþá meira. Þetta mátti sjá og heyra á myndbandi Hafþórs Gunnarssonar, fréttaritara Stöðvar 2, frá opnunarathöfninni í dag. „Stór áfangi er í húsi. Við höfum sigrast á Hrafnseyrarheiði. Það er ekkert minna en það,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í ávarpi sínu frá Vegagerðinni í Reykjavík. Það væri alltaf hátíðisdagur þegar ný jarðgöng væru opnuð á Íslandi enda væru slík mannvirki með mestu og bestu samgöngubótum sem um getur í vegagerð. Gleði ríkti líka í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fagna því þegar sláin opnast.Vegagerðin „Tilkoma jarðganga auka lífsgæði og öryggi. En þau gera meira en það því þau búa líka til ný tækifæri, bæði í atvinnulífi og mannlífinu almennt,“ sagði Bergþóra. „Þetta eru mikil og langþráð tímamót í samgöngum á Vestfjörðum, skipta sköpum fyrir byggðirnar þar,“ sagði Sigurður Ingi í ávarpi sínu. „Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsártengingar milli Suðurfjarða og norðurum." Bílalestin Dýrafjarðarmegin var talin nærri tveggja kílómetra löng.Hafþór Gunnarsson „Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir börnin, krakkana, á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar, að bregða sér til dæmis til Ísafjarðar á skíði. Og sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá að skreppa til þeirra staða sunnan við. Nú eða fara suður til Reykjavíkur,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má upplifa gleði Vestfirðinga í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá opnun jarðganganna:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24
Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00
Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23