Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 21:46 Íslendingar í borginni segja stöðuna átakanlega. Aðsendar/EPA Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Ekki er ljóst hversu margir eru látnir en lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt andlát. Þá eru fleiri særðir eftir árásirnar. Íslendingur í borginni segir aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Almenningssamgöngum hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig innandyra að mestu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ segir háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. „En ég veit ekkert mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ég ætla bara að halda mig innanhúss og er smá skelkuð. Þetta er rosalega óþægilegt.“ Var á lestarstöðinni fyrr í kvöd Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, segist líka hafa orðið vör við sírenulæti. „Ég og kærasti minn erum örugg heima, við búum sem betur fer ekki alveg í miðbænum. Við heyrum mjög reglulega í sírenum þjóta framhjá. Okkur hefur verið ráðlagt að halda okkur heima og alls ekki vera úti á götu og það er það sem við ætlum að gera,“ segir Marta í skriflegu svari til Vísis. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð (Schwedenplatz) fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í 3 ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætir hún við. Lögregla greindi frá því í kvöld að einn árásarmaður hefði verið felldur af lögreglu. Þá væri að minnsta kosti einn látinn og nokkrir slasaðir, þar af einn lögreglumaður. CONFIRMED at the moment:*08:00 pm: several shots fired, beginning at Seitenstettengasse *several suspects armed with rifles*six different shooting locations* one deceaced person, several injured (1 officer included)*1 suspect shot and killed by police officers #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Austurríki Íslendingar erlendis Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Ekki er ljóst hversu margir eru látnir en lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt andlát. Þá eru fleiri særðir eftir árásirnar. Íslendingur í borginni segir aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Almenningssamgöngum hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig innandyra að mestu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ segir háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. „En ég veit ekkert mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ég ætla bara að halda mig innanhúss og er smá skelkuð. Þetta er rosalega óþægilegt.“ Var á lestarstöðinni fyrr í kvöd Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, segist líka hafa orðið vör við sírenulæti. „Ég og kærasti minn erum örugg heima, við búum sem betur fer ekki alveg í miðbænum. Við heyrum mjög reglulega í sírenum þjóta framhjá. Okkur hefur verið ráðlagt að halda okkur heima og alls ekki vera úti á götu og það er það sem við ætlum að gera,“ segir Marta í skriflegu svari til Vísis. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð (Schwedenplatz) fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í 3 ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætir hún við. Lögregla greindi frá því í kvöld að einn árásarmaður hefði verið felldur af lögreglu. Þá væri að minnsta kosti einn látinn og nokkrir slasaðir, þar af einn lögreglumaður. CONFIRMED at the moment:*08:00 pm: several shots fired, beginning at Seitenstettengasse *several suspects armed with rifles*six different shooting locations* one deceaced person, several injured (1 officer included)*1 suspect shot and killed by police officers #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020
Austurríki Íslendingar erlendis Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07