Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 08:30 Á tímum stríðsins var Jakup Krasniqi talsmaður frelsishers Kósovó og er nú grunaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómstól í Haag. EPA Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti þings Kósovó, var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. Hinn 69 ára Krasniqi var á árunum 2007 til 2014 forseti kósovóska þingsins, og þá gegndi hann tvívegis embætti forseta landsins til bráðabirgða á árunum 2010 og 2011. Á tímum stríðsins var Krasniqi talsmaður frelsishers Kósovó og er nú grunaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómstól í Haag sem hefur rannsakað brot á tímum Kósovóstríðsins. Ekki hefur komið fram hvað segir nákvæmlega í ákærunni. Valon Hasini, lögmaður Krasniqui, segir í samtali við AP að hann búist við að Krasniqui verði leiddur fyrir dómara innan skamms. Dómstóllinn hefur síðasta árið beint sjónum sínum að fjölda áberandi stjórnmálamanna í Kósovó. Þannig sagði Ramush Haradinaj af sér embætti forsætisráðherra á síðasta ári eftir að ásakanir um stríðsglæpi beindust gegn honum. Á þessu ári hafa fjölmargir, þeirra á meðal forsetinn Hashim Thaci, verið ákærðir vegna brota sem framin voru í stríðinu gegn Serbíu undir lok tíunda áratugarins. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008, en Serbar – og sömuleiðis Rússar og Kínverjar – hafa enn ekki viðurkennt sjálfstæði landsins. Ísland og fjölmörg önnur Vesturlanda hafa hins vegar viðurkennt sjálfstæði Kósovó. Kósovó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti þings Kósovó, var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. Hinn 69 ára Krasniqi var á árunum 2007 til 2014 forseti kósovóska þingsins, og þá gegndi hann tvívegis embætti forseta landsins til bráðabirgða á árunum 2010 og 2011. Á tímum stríðsins var Krasniqi talsmaður frelsishers Kósovó og er nú grunaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómstól í Haag sem hefur rannsakað brot á tímum Kósovóstríðsins. Ekki hefur komið fram hvað segir nákvæmlega í ákærunni. Valon Hasini, lögmaður Krasniqui, segir í samtali við AP að hann búist við að Krasniqui verði leiddur fyrir dómara innan skamms. Dómstóllinn hefur síðasta árið beint sjónum sínum að fjölda áberandi stjórnmálamanna í Kósovó. Þannig sagði Ramush Haradinaj af sér embætti forsætisráðherra á síðasta ári eftir að ásakanir um stríðsglæpi beindust gegn honum. Á þessu ári hafa fjölmargir, þeirra á meðal forsetinn Hashim Thaci, verið ákærðir vegna brota sem framin voru í stríðinu gegn Serbíu undir lok tíunda áratugarins. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008, en Serbar – og sömuleiðis Rússar og Kínverjar – hafa enn ekki viðurkennt sjálfstæði landsins. Ísland og fjölmörg önnur Vesturlanda hafa hins vegar viðurkennt sjálfstæði Kósovó.
Kósovó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira