„Svo misboðið að ég næ varla utan um það“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:25 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/ArnarHalldórs Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira