Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2020 15:48 Það styttist í að þessar flugvélar fái að fara í loftið á ný. Getty/Mario Tama Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. Flugvélarnar hafa verið geymdar þar þar sem loftslagið í eyðimörkinni er talið henta einna best til þess að lágmarka það tjón sem getur orðið þegar flugvélar eru geymdar til lengri tíma án reglulegrar notkunar. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum gáfu í gær grænt ljós á það að MAX-vélarnar fái að fara í loftið á ný, eftir tæplega tveggja ára flugbann vegna tveggja mannskæðra flugslysa. Teymi frá Southwest hefur vaktað vélarnar frá því að þær voru sendar í geymslu og gætt þess að kveikja reglulega á lykilkerfum til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Nýtt teymi flugvirkja hefur verið sent á staðinn til þess að undirbúa flugvélarnar undir notkun á ný, og til að innleiða þær breytingar sem flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt að dugi til að heimila MAX-vélunum að fljúga um loftið á ný. Flugmálayfirvöld þurfa að yfirfara vinnu flugvirkjanna og þegar það er gert verður flugvélunum flogið til helstu athafnasvæða flugfélagsins, þar sem frekari prófanir verða gerðar. Southwest reiknar ekki með að taka vélarnar í almenna notkun á ný fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Á meðan munu átta þúsund flugmenn félagsins fá þjálfun vegna þeirra breytinga sem þarf að gera á flugvélunum. Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. Flugvélarnar hafa verið geymdar þar þar sem loftslagið í eyðimörkinni er talið henta einna best til þess að lágmarka það tjón sem getur orðið þegar flugvélar eru geymdar til lengri tíma án reglulegrar notkunar. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum gáfu í gær grænt ljós á það að MAX-vélarnar fái að fara í loftið á ný, eftir tæplega tveggja ára flugbann vegna tveggja mannskæðra flugslysa. Teymi frá Southwest hefur vaktað vélarnar frá því að þær voru sendar í geymslu og gætt þess að kveikja reglulega á lykilkerfum til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Nýtt teymi flugvirkja hefur verið sent á staðinn til þess að undirbúa flugvélarnar undir notkun á ný, og til að innleiða þær breytingar sem flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt að dugi til að heimila MAX-vélunum að fljúga um loftið á ný. Flugmálayfirvöld þurfa að yfirfara vinnu flugvirkjanna og þegar það er gert verður flugvélunum flogið til helstu athafnasvæða flugfélagsins, þar sem frekari prófanir verða gerðar. Southwest reiknar ekki með að taka vélarnar í almenna notkun á ný fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Á meðan munu átta þúsund flugmenn félagsins fá þjálfun vegna þeirra breytinga sem þarf að gera á flugvélunum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira