Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2020 23:45 Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira