Katrín Tanja er komin af stað á ný: „Yasssss“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir er enn á Íslandi en mun hefja undirbúningstímabilið hér á landi. Instagram/@katrintanja Það styttist í nýtt ár og nýtt CrossFit tímabil og önnur besta CrossFit kona heims er búinn að skipta um gír eftir rólegar vikur. Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Sjá meira
Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Sjá meira