Ingibjörg tilnefnd sem leikmaður ársins í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 11:31 Ingibjörg hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Annika Byrde/NTB scanpix Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins og Vålerenga, hefur verið tilnefnd sem leikmaður ársins í Noregi. Hin 23 ára gamla Ingibjörg hefur komið eins og stormsveipur inn í norska boltann en hún samdi við Vålerenga fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hefur átt frábært tímabil með liðinu sem trónir á toppi deildarinnar þegar lokaumferð deildarinnar er eftir. Vålerenga mætir Arna-Bjørnar í lokaleik norsku úrvalsdeildarinnar og sigur þar tryggir liðinu norska meistaratitilinn nema Rosenborg vinni stórisgur á Klepp en bæði lið eru með 35 stig eftir 17 leiki. Vålerenga er með fjögur mörk á Rosenborg þegar kemur að markatölu og því ætti sigur einfaldlega að duga liðinu til sigurs í deildinni. Fjögurra manan dómnefnd hefur nú tilnefnt þrjá bestu leikmenn deildarinnar. Ásamt Ingibjörgu eru þær Julie Blakstad og Cesilie Andreassen frá Rosenborg tilnefndar. „Vålerenga er að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og hefur varnarleikur liðsins verið þeirra helsti styrkur. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk í Toppserien [norsku úrvalsdeilinni] og er það Íslendingurinn sem stýrir varnarleiknum eins og herforingi. Hún er augljós kostur í byrjunarlið Jack Majgaard Jensen, þjálfara liðsins, og er nánast ómögulegt að komast fram hjá henni. Þá hefur hún þess að auki skorað sex mörk fyrir félagið,“ segir í umsögn Ingibjargar. Dattera til Sigurd er nominert som årets spiller!https://t.co/9J7BvX2LJb— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 3, 2020 Vålerenga hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í leikjunum 17 til þessa. Á Ingibjörg stóran þátt í því. Ingibjörg skorar reglulega og þá oftast mikilvæg mörk. Þar á meðal sigurmark í uppbótartíma gegn Røa, mark sem gæti reynst gulls ígildi þegar stigin verða talin að móti loknu. Einnig skoraði Ingibjörg í 2-1 sigri á Avaldsnes fyrr á þessari leiktíð. Gæti það farið svo að Ingibjörg verði tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári í Noregi en ásamt því að vera einum leik frá norska meistaratitlinum þá er félagið einnig aðeins einum leik frá sigri í bikarkeppninni. Þar bíður Lillestrøm en úrslitaleikurinn fer fram 13. desember. Það verður nóg að gera hjá Ingibjörgu og stöllum hennar í næstu viku en liðið mætir einnig Bröndby frá Danmörku í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fara þeir leikir fram 10. og 16. desember. Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ Sjá meira
Hin 23 ára gamla Ingibjörg hefur komið eins og stormsveipur inn í norska boltann en hún samdi við Vålerenga fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hefur átt frábært tímabil með liðinu sem trónir á toppi deildarinnar þegar lokaumferð deildarinnar er eftir. Vålerenga mætir Arna-Bjørnar í lokaleik norsku úrvalsdeildarinnar og sigur þar tryggir liðinu norska meistaratitilinn nema Rosenborg vinni stórisgur á Klepp en bæði lið eru með 35 stig eftir 17 leiki. Vålerenga er með fjögur mörk á Rosenborg þegar kemur að markatölu og því ætti sigur einfaldlega að duga liðinu til sigurs í deildinni. Fjögurra manan dómnefnd hefur nú tilnefnt þrjá bestu leikmenn deildarinnar. Ásamt Ingibjörgu eru þær Julie Blakstad og Cesilie Andreassen frá Rosenborg tilnefndar. „Vålerenga er að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og hefur varnarleikur liðsins verið þeirra helsti styrkur. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk í Toppserien [norsku úrvalsdeilinni] og er það Íslendingurinn sem stýrir varnarleiknum eins og herforingi. Hún er augljós kostur í byrjunarlið Jack Majgaard Jensen, þjálfara liðsins, og er nánast ómögulegt að komast fram hjá henni. Þá hefur hún þess að auki skorað sex mörk fyrir félagið,“ segir í umsögn Ingibjargar. Dattera til Sigurd er nominert som årets spiller!https://t.co/9J7BvX2LJb— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 3, 2020 Vålerenga hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í leikjunum 17 til þessa. Á Ingibjörg stóran þátt í því. Ingibjörg skorar reglulega og þá oftast mikilvæg mörk. Þar á meðal sigurmark í uppbótartíma gegn Røa, mark sem gæti reynst gulls ígildi þegar stigin verða talin að móti loknu. Einnig skoraði Ingibjörg í 2-1 sigri á Avaldsnes fyrr á þessari leiktíð. Gæti það farið svo að Ingibjörg verði tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári í Noregi en ásamt því að vera einum leik frá norska meistaratitlinum þá er félagið einnig aðeins einum leik frá sigri í bikarkeppninni. Þar bíður Lillestrøm en úrslitaleikurinn fer fram 13. desember. Það verður nóg að gera hjá Ingibjörgu og stöllum hennar í næstu viku en liðið mætir einnig Bröndby frá Danmörku í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fara þeir leikir fram 10. og 16. desember.
Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ Sjá meira