Missti fóstur á dögunum en var hetja norska kvennalandsliðsins í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 09:31 Katrine Lunde var frábær í marki Norðmanna í gær. EPA-EFE/CLAUS FISKER Þórir Hergeirsson kallaði á reynsluboltann Katrine Lunde fyrir leik norska kvennalandsliðsins á móti Rúmeníu á EM í gærkvöldi. Hún var valin maður leiksins. Það eru margar ástæður fyrir því að Katrine Lunde ætti ekki að vera að spila með norska kvennalandsliðinu í handbolta í dag. Hún er auðvitað orðin fertug og búin að vinna allt á sínum ferli. Hún er líka nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu. Norski markvörðurinn Katrine Lunde ætlaði ekki að taka þátt í Evrópumótinu í handbolta því hún átti von á barni. Aðstæðurnar breyttust snögglega þegar hún missti fóstrið á dögunum. Katrine Lunde setti strax stefnuna á að koma sér í sitt besta handboltaform og æfði gríðarlega vel eftir að hún missti fóstrið. Lundes lange vei mot comebacket: Det har vært en tøff periode https://t.co/JhoIQ5mQ8a— VG Sporten (@vgsporten) December 7, 2020 Þórir Hergeirsson valdi Katrine Lunde ekki í upphaflega EM-hópinn sinn en hún var á bakvakt. Þórir gerði síðan breytingu á hópnum í gær og kallaði á reynsluboltann sinn. Það efast enginn um að Katrine Lunde er einn besti markvörður allra tíma og hún sýndi það í leiknum á móti Rúmeníu í gær að hún hefur engu gleymt. Katrine Lunde hefur unnið sjö gullverðlaun og alls þrettán verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu. Landsleikurinn í gær var númer þrjú hundruð en hún spilaði þann fyrsta árið 2002. Comeback-dronningen Katrine Lunde reddet Norge til 28-20 over Romania i EM https://t.co/xHgVJ26OZG— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 7, 2020 Katrine Lunde varði 15 skot í leiknum eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Hún varði líka 2 af 3 vítaköstum Rúmena. Það var jafnt í hálfleik en markvarsla Lunde í seinni hálfleik átti mikinn þátt í öruggum átta marka sigri. Eftir leikinn var Katrine Lunde síðan valin maður leiksins af mótshöldurum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira
Það eru margar ástæður fyrir því að Katrine Lunde ætti ekki að vera að spila með norska kvennalandsliðinu í handbolta í dag. Hún er auðvitað orðin fertug og búin að vinna allt á sínum ferli. Hún er líka nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu. Norski markvörðurinn Katrine Lunde ætlaði ekki að taka þátt í Evrópumótinu í handbolta því hún átti von á barni. Aðstæðurnar breyttust snögglega þegar hún missti fóstrið á dögunum. Katrine Lunde setti strax stefnuna á að koma sér í sitt besta handboltaform og æfði gríðarlega vel eftir að hún missti fóstrið. Lundes lange vei mot comebacket: Det har vært en tøff periode https://t.co/JhoIQ5mQ8a— VG Sporten (@vgsporten) December 7, 2020 Þórir Hergeirsson valdi Katrine Lunde ekki í upphaflega EM-hópinn sinn en hún var á bakvakt. Þórir gerði síðan breytingu á hópnum í gær og kallaði á reynsluboltann sinn. Það efast enginn um að Katrine Lunde er einn besti markvörður allra tíma og hún sýndi það í leiknum á móti Rúmeníu í gær að hún hefur engu gleymt. Katrine Lunde hefur unnið sjö gullverðlaun og alls þrettán verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu. Landsleikurinn í gær var númer þrjú hundruð en hún spilaði þann fyrsta árið 2002. Comeback-dronningen Katrine Lunde reddet Norge til 28-20 over Romania i EM https://t.co/xHgVJ26OZG— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 7, 2020 Katrine Lunde varði 15 skot í leiknum eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Hún varði líka 2 af 3 vítaköstum Rúmena. Það var jafnt í hálfleik en markvarsla Lunde í seinni hálfleik átti mikinn þátt í öruggum átta marka sigri. Eftir leikinn var Katrine Lunde síðan valin maður leiksins af mótshöldurum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira