Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2020 08:41 Miklar umræður sköpuðust um Fjölskylduhjálpina í vikunni á Mæðra tips á Facebook. Nokkrir gagnrýndu formanninn þar harðlega. Grafík/Hafsteinn Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér. Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér.
Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira